Sport

Dag­skráin í dag: Golf, enskur fót­bolti og tvö lið í vanda í NBA

Sindri Sverrisson skrifar
Kevin Durant og félagar í Phoenix Suns verða á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Kevin Durant og félagar í Phoenix Suns verða á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Getty/Ezra Shaw

Það er nóg af íþróttaefni á sportstöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag en þar má meðal annars finna golf, fótbolta, körfubolta og íshokkí.

Tveir leikir eru á dagskrá í ensku B-deildinni í fótbolta, á Vodafone Sport. Sunderland-menn eru farnir að láta sig dreyma um sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en þeir sitja í 4. sæti B-deildarinnar og mæta Hull City, sem er í bullandi fallbaráttu. Norwich tekur svo á móti Stoke í seinni leik dagsins.

Dagurinn hefst snemma á Stöð 2 Sport 4 þar sem sýnt verður frá móti á DP heimsmótaröðinni og í nótt er svo mót á LPGA-mótaröðinni.

Á Stöð 2 Sport 2 má svo sjá í kvöld leik tveggja liða sem átt hafa erfitt uppdráttar að undanförnu í NBA-deildinni, þegar Chicago Bulls og Phoenix Suns mætast.

Stöð 2 Sport 2

22.00 Bulls - Suns (NBA)

Stöð 2 Sport 4

09.30 Magical Kenya Open (DP World Tour)

03.30 Honda LPGA Thailand (LPGA Tour)

Vodafone Sport

12.25 Sunderland - Hull City (EFL Championship)

14.55 Norwich - Stoke (EFL Championship)

17.25 Dortmund - Union Berlín (Bundesliga)

19.30 Hannover - Paderborn (2. Bundesliga)

22.35 Sabres - Rangers (NHL)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×