Íslenski boltinn

KR-ingar á­fram á mikilli sigur­göngu undir stjórn Óskars Hrafns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson er að gera flotta hluti með KR-liðið á undirbúningstímabilinu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er að gera flotta hluti með KR-liðið á undirbúningstímabilinu. Vísir/Anton Brink

KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.

KR varð Reykjavíkurmeistari á dögunum og hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki síns í Lengjubikarnum og það með markatölunni 12-2.

KR var 1-0 yfir í hálfleik og komst síðan í 3-0 á fyrsta korterinu í seinni hálfeiknum.

Selfoss minnskaði muninn en KR-ingar svöruðu því með fjórða markinu.

Aron Sigurðarson, Kristófer Orri Pétursson, Jóhannes Kristinn Bjarnason og Finnur Tómas Pálmason skoruðu mörk KR en Harley Bryn Willard minnkaði muninn fyrir Selfoss.

Aron tók við fyrirliðabandinu í vetur og er nú búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum í Lengjubikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×