Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 14:18 Erling Haaland í stúkunni á Etihad á leik Manchester City og Liverpool í gær. getty/Catherine Ivill Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanni Manchester City og Liverpool, varð aðeins á í messunni á meðan leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær stóð. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk. Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik eftir mörk frá Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai. Sturridge, sem var álitsgjafi á Sky Sports um leikinn, fannst vanta slagkraft í sókn City og var með lausn á vandamálinu. „Þeir hafa verið snuðrandi og fengið tækifæri en þegar þeir hafa náð fyrirgjöfum er enginn inni í teig til að taka á móti þeim. Svo við gætum séð Haaland á einhverjum tímapunkti,“ sagði Sturridge og vísaði til norska framherjans Erlings Haalands. Vandamálið var bara að Haaland var ekki í leikmannahópi City vegna meiðsla. Hann fylgdist með leiknum úr stúkunni á Etihad. Haaland meiddist í leiknum gegn Newcastle United um þarsíðustu helgi og lék ekki með gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Þáttastjórnandinn David Jones leiðrétti Sturridge og sendi svo boltann á lýsendur áður en gamli landsliðsframherjinn gat brugðist við. Sturridge, sem lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum, hefur verið í stóru hlutverki hjá Sky Sports í vetur og oft verið álitsgjafi um stærstu leikina í ensku úrvalsdeildinni. Sturridge lék bæði með City og Liverpool auk Chelsea, Bolton Wanderers, West Brom, Trabzonspor og Perth Glory. Hann skoraði átta mörk í 26 leikjum fyrir enska landsliðið á árunum 2011-17. Liverpool vann leikinn á Etihad í gær, 0-2, og náði þar með ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City er aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og útséð um að liðið verði Englandsmeistari fimmta árið í röð. Haaland hefur skorað nítján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður hennar á eftir Salah sem hefur skorað 25 mörk.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02 „Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17 „Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. 24. febrúar 2025 09:01
„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sérfræðingar Sky Sports hrósuðu Mohamed Salah í hástert eftir frammistöðu hans í 0-2 sigri Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jamie Carragher sagði að það sem Salah hafi gert á þessu tímabili fari í sögubækurnar. 24. febrúar 2025 08:02
„Spiluðum mjög vel í dag“ Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. 23. febrúar 2025 23:17
„Við þurfum annan titil“ Mohamed Salah var frábær í 2-0 sigri Liverpool á Manchester City í dag. Hann var vitaskuld hæstánægður með sigurinn eftir leik. 23. febrúar 2025 19:32