Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 16:47 Eugénie Le Sommer og Glódís Perla Viggósdóttir leika báðar tímamótaleik í kvöld, svo framarlega sem þær koma við sögu eins og búast má við. Samsett/Getty Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik. Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira