„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2025 14:45 Gylfi Þór Sigurðsson kynntur sem leikmáður Víkings Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um skipti Gylfa frá Val en Víkingur greiddi fyrir hann rúmar 20 milljónir króna. En af hverju vildi Gylfi breyta til? „Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun að fara frá stað þar sem ég var mjög ánægður og allt til alls. Frábært félag. En það var bara eitthvað djúpt inn í mér að vilja að breyta aðeins til, ýta á sjálfan mig og halda áfram að bæta mig,“ segir Gylfi. Klippa: Gylfi tjáir sig um dramatíkina, skiptin, Val og Breiðablik Yfirlýsing frá Val hefur þá vakið athygli þar sem framganga Gylfa í aðdraganda þess að gengið var frá skiptunum var gagnrýnd. Ákveðinn forsendubrestur hafi orðið vegna framkomu Gylfa síðustu daga hans hjá félaginu. Gylfi segist hafa getað hagað hlutunum öðruvísi. „Í fullkomnum heimi hefði verið betra að þetta hefði endað öðruvísi og ekki í einhverjum leiðindum. Það er gott að vera vitur eftir á en maður hefði örugglega gert hlutina öðruvísi ef maður hefði getað gert þá aftur. En ég er kominn í Víkina núna og get horft fram á veginn og kýs að gera það,“ segir Gylfi. „Þetta þróaðist á leiðinlegri hátt en maður hefði viljað. Þetta er bara hluti af þessu og ég er gríðarlega sáttur að þetta sé búið núna. Ég get farið að einbeita mér að því að æfa með strákunum og geta okkur tilbúna fyrir komandi tímabil,“ bætir hann við. Aðspurður um hvaða hlutir hann hefði viljað breyta vill hann sem minnst fara í smáatriði. „Ég held það sé fínt að einbeita sér að öðrum hlutum. Ég held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti. Það er kannski skemmtilegra að gefa fólki einhverjar aðrar fyrirsagnir,“ segir Gylfi. Gylfi tjáir sig þá um áhuga frá Breiðabliki og tilfinningarnar gagnvart Val eftir viðskilnaðinn í viðtalinu. Það má sjá í spilaranum. Aðeins er um hluta viðtalsins að ræða. Nánar verður rætt við Gylfa í Sportpakkanum í kvöld.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Valur Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira