Sport

Dag­skráin í dag: Skaga­menn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Styrmir Jónasson og félagar í ÍA eru með fjögurra stiga forskot á toppi 1. deildar karla þegar fjórum umferðum er ólokið. Skagamenn, sem hafa unnið tíu deildarleiki í röð, taka á móti Hamarsmönnum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.
Styrmir Jónasson og félagar í ÍA eru með fjögurra stiga forskot á toppi 1. deildar karla þegar fjórum umferðum er ólokið. Skagamenn, sem hafa unnið tíu deildarleiki í röð, taka á móti Hamarsmönnum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. jón gautur

Sýnt verður beint frá viðburðum í sex íþróttagreinum á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Meðal annars verður sýnt beint frá leik liðanna í 1. og 3. sæti 1. deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:05 er komið að beinni útsendingu frá leik ÍA og Hamars í 1. deild karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 11:00 verður sýnt beint frá Investec South African Open Championship í golfi.

Klukkan 01:30 hefst bein útsending frá HSBC Women's World Championship í golfi.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17:05 verður sýnt beint frá leik KA og Fram í riðli 2 í Lengjubikar karla í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 06:55 hefst bein útsending frá öðrum degi prófana fyrir Barein-kappaksturinn í Formúlu 1.

Klukkan 11:55 er aftur komið að beinni útsendingu frá prófunum frá Formúlu 1. 

Klukkan 19:00 verður sýnt beint frá fjórða keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Leikið er í Exeter.

Klukkan 00:05 er svo komið að beinni útsendingu frá leik Boston Bruins og New York Islanders í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×