Innlent

Ölvaður, réttinda­laus og með barn í bílnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í gærkvöldi eða nótt sem var bæði réttindalaus og grunaður um ölvun við akstur. Þá var barn í bílnum.

Þetta er meðal þess sem greint er frá í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þar segir einnig að einn hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn á heimilisofbeldi og annar vegna gruns um innbrot í fyrirtæki.

Lögregla hafði einnig afskipti af tveimur mönnum sem hún segir ítrekað hafa komið við sögu hjá lögreglu síðustu daga og vikur. Að þessu sinni var þeim vísað út eftir mögulegt húsbrot en þeir höfðu áður „valdið skemmdum“ segir í yfirlitinu.

Þá var sömu einstaklingum vísað úr öðru húsnæði seinna á vaktinni.

Lögregla hafði einnig tvívegis afskipti af sama manninum sökum ölvunar, fyrst þegar honum var vísað úr félagslegu úrræði og svo þegar honum var vísað út úr stigagangi skrifstofuhúsnæðis.

Ein tilkynning barst um líkamsárás og önnur um hávaða í fjölbýlishús en engar frekari upplýsingar eru veittar um umrædd mál. Þá voru höfð afskipti af tveimur einstaklingum vegna vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×