Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:32 Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Innri þróunarmarkmið er hugmyndafræði sem fjallar um hvaða eiginleika og hæfni einstaklingar og samfélög þurfa að tileinka sér til að takast á við flóknar áskoranir samtímans og jafnframt hvernig við sem mannkyn náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru stór og yfirgripsmikil og stundum er ekki alveg ljóst hvernig við sem einstaklingar eða samfélög getum lagt okkar af mörkum til að ná þeim. Innri þróunarmarkmiðin eru þróuð til að brúa þetta bil og tilgangur þeirra er að fjalla um og benda á hvaða innri hæfni og gildi gera einstaklingum og samfélögum betur kleift að nálgast Heimsmarkmiðin á sama tíma sem þau bæta eigin velsæld. IÞ byggir á þeirri nálgun að til að ná fram samfélagslegum breytingum sé nauðsynlegt að efla og styrkja innri eiginleika eins og sjálfsvitund, samhygð og skapandi hugsun. Þau tengja sem sé saman persónulegan þroska einstaklinga og samfélagslegar breytingar. Þannig geta Innri þróunarmarkmiðin hjálpað einstaklingum, stofnunum og samfélögum að byggja upp styrk og færni sem gagnast bæði einstaklingum og heildinni. Þessi innri gildi og markmið voru þróuð í samtali við yfir 4000 sérfræðinga, vísindafólk, leiðtoga og einstaklinga frá 40 löndum sem voru beðin um að svara spurningunni: Hvaða hæfniog eiginleika telur þú aðeinstaklingar og samfélög þurfi að tileinki sér svo að mannkynið nái Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna? Útkoman varð 23 hæfnisþættir sem flokkaðir eru niður í 5 víddir. Að vera (Being) - Að styrkja tengsl við sjálfan sig, efla sjálfsþekkingu, innri ró og djúpa vitund. Hugsun (Thinking) - Að efla gagnrýna og heildræna hugsun til að takast á við flóknar áskoranir. Tengsl (Relating) - Að auka samkennd, skilning og tengsl við aðra. Samvinna (Collaborating) - Að þróa hæfni í samvinnu og byggja upp traust og sameiginlega sýn. Aðgerð (Acting) - Að efla hugrekki, jákvæðni og seiglu ásamt því að þróa skapandi og lausnamiðaða hugsun til að framkvæma í takt við hagsældar markmið. Fjölmargar rannsóknir styðja þessa nálgun og í kjölfarið á þessari vinnu hafa fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir tileinkað sér þessa hugmyndafræði, hvort sem er í persónulegu lífi, inni í skólum eða inni í fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki á borð við IKEA, Google, Novartis og Great Place to Work hafa tekið markmiðin inn í sína stefnumótun og samfélaglega ábyrgð og Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með nýta ramman til að rækta tengsl okkar við okkur sjálf, samfélagið og náttúruna. Innri þróunarmarkmiðin minna okkur á með því að efla innri eiginleika okkar, eins og okkar eigin innri áttavita, getum við lagt grunninn að réttlátari og sjálfbærari framtíð fyrir alla. Á fimmtudaginn 6. mars kl 17:30 verður kynning og vinnustofa í Gerðubergi á Innri þróunarmarkmiðunum og hvernig okkar innri vegferð getur leitt til ytri grósku. Höfundur er ráðgjafi og núvitundarkennari.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar