Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn Lovísa Arnardóttir skrifar 3. mars 2025 09:12 Guðrún Hafsteinsdóttir eftir að hún var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins í gær. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins. Guðrún fór yfir kosninguna, næstu skref og ríkisstjórnarsamstarfið við Framsókn og Vinstri græn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá ræddi hún einnig orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns flokksins, um að hún hafi verið að eigna sér hans verk í dómsmálaráðuneytinu. Hún sagði veigamestu breytingarnar hafa verið samþykktar á hennar vakt en sagði það þó hafa verið samstarf margra Hún sagðist eiga von á því að dagarnir verði lengri og meira að gera nú þegar hún er tekin við sem formaður flokksins. Aðeins munaði nítján atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu í kjöri til formanns. Guðrún segir margt hafa verið sambærilegt í máli hennar Áslaugar um að efla flokkinn og stækka hann en það sem hafi ráðið mestu í því að hún hafi borið sigur úr býtum sé reynsla hennar úr atvinnulífinu. Hún hafi bæði verið í rekstri og leitt Samtök iðnaðarins. Hún segist ætla að leggja áfram áherslu á að flokkurinn starfi og skilji vel mikilvægi verðmætasköpunar í landinu. Hún muni alltaf tala fyrir kraftmiklu atvinnulífi. Vill breikka og stækka flokkinn Þá vilji hún líka stækka flokkinn og fjölga í honum og telji mikil tækifæri til þess. Það þurfi að endurhugsa starf flokksins svo hægt sé að breikka hann og stækka. „Ég hef lagt sérstaka áherslu á „Stétt með stétt“ sem er gamalt slagorð okkar Sjálfstæðismanna og mörgum finnst við hafa fjarlægst.“ Guðrún segist hafa haldið um 40 fundi í aðdraganda landsfundar og þar hafi niðurstaða síðustu kosninga verið rædd oft. Niðurstaðan var sú versta sem flokkurinn hefur fengið og Guðrún segir mikilvægt að horfa inn á við og finna kjarnann og grunngildin. „Eins og ég sagði á mörgum fundum: Við skulum finna okkar bláa hjarta slá,“ segir Guðrún. Sjá einnig: „Sigur er alltaf sigur“ Ríkisstjórnarsamstarfið hafi haft mikil áhrif. Ekki bara á Sjálfstæðisflokkinn heldur líka hina flokkana, Framsókn hafi fengið slæma niðurstöðu og Vinstri græn þurrkast út á þingi. Hún segir engan annan kost hafa verið í boði 2017 en þessa ríkisstjórn og 2021 hafi verið erfitt að mynda aðra ríkisstjórn. Hún ætli samt ekki að horfa bara í baksýnisspegilinn. Hún ætli að læra af þessu og flokkurinn líka. „Ég held að núna á margan hátt tel ég ágætt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fara í stjórnarandstöðu,“ segir Guðrún og viðurkennir að margir verði kannski hissa á þessum orðum. Með því að vera í stjórnarandstöðu sé hægt að nýta tímann, stíga aðeins til baka og líta inn á við. Finna gildi Sjálfstæðishugsunarinnar á ný. Það sé samt verst fyrir Ísland þegar Sjálfstæðismenn séu ekki í ríkisstjórn. Ný forysta marki nýtt upphaf Guðrún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið við stjórn í ríkisstjórnarsamstarfinu en það hafi verið mikið um málamiðlanir. Niðurstaðan af þessu samstarfi sé að þau eru núna í stjórnarandstöðu. Það sé bara ein ástæða fyrir því og hún sé að fólk vilji ekki kjósa þau því þau eru búin að missa traust. Forysta flokksins hafi í kjölfarið látið af störfum og ný forysta hljóti að marka nýtt upphaf fyrir flokkinn. Guðrún fór yfir lausnir í samgöngu- og heilbrigðismálum. Hún sagði ríkisreksturinn hafa blásið út og það þurfi að minnka „báknið“. „Fé ríkisins er takmarkað.“ Guðrún segir nauðsynlegt að leita nýrra lausna og fara í til dæmis einkaframkvæmdir í samgöngumannvirkjum, og nefnir í því samhengi Ölfusárbrú. Hún segir hægt að hefja samtal við lífeyrissjóði um aðild þeirra að þeim. Þá segir Guðrún að kostnaður mun aukast verulega í heilbrigðiskerfinu og mannaflaþörfin sömuleiðis. Það sé ekki hægt að leysa þessi verkefni án þess að leita nýrra lausna. „Ég hef verið á þeirri skoðun að við munum ekki geta leyst þetta nema við leyfum við leyfum einhvern veginn vindum frelsis að blása um það kerfi líka og byggjum upp einkarekstur við hlið og samhliða opinberum rekstri. Þannig að þessi tvö kerfi geta stutt hvort við annað,“ segir Guðrún og áréttar að hún sé ekki að tala um einkavæðingu, heldur einkarekstur við hlið opinbers reksturs. Guðrún segir Sjálfstæðismenn kunna að fara í prófkjör og hún vonist til þess, þrátt fyrir nauma niðurstöðu, að geta sameinað flokkinn. Það hafi alltaf einkennt Sjálfstæðismenn að sama hver niðurstaðan er þá lúti þeir henni. „Ég fann ekki annað í Laugardalshöll í gær en að við gengum sameinuð út af þeim fundi. Það er verkefni mitt, og nýrrar forystu, að taka utan um flokkinn. Að sækja gamla félaga, afla nýrra og stækka Sjálfstæðisflokkinn stétt með stétt.“ Veigamestu breytingarnar samþykktar á hennar vakt Spurð um gagnrýni Jóns Gunnarssonar á hana fyrir helgi, þar sem hann sagði hana eigna sér árangur hans í dómsmálaráðuneytinu og gera lítið úr árangri annarra, sagðist Guðrún ekki ætla að svara þessu. „Við Jón höfum alltaf verið góðir vinir og ég ætla ekkert að. Jón vann frábært starf í dómsmálaráðuneytinu og einnig aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sem hafa verið nokkuð margir,“ segir Guðrún og nefndi Áslaugu Örnu, Sigríði Andersen, Þórdísi Kolbrúnu og Ólöfu Nordal. Sjá einnig: Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Allir þessir ráðherrar hafi náð að gera breytingar á lögum um útlendinga en veigamestu breytingarnar, sem allir hafi reynt að keyra í gegn, hafi svo klárast í júní í fyrra. „Hún kláraðist á minni vakt en vitaskuld hafa allir komið að,“ segir Guðrún og að Bryndís Haraldsdóttir hafi sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis á síðasta kjörtímabili átt mikinn þátt í því. „Þó að ég hafi verið ráðherra á þessum tíma og málið hafi klárast á minni vakt þá eru margir sem koma að, og þannig vinnum við. Þannig vinnum við Sjálfstæðismenn. Við vinnum saman og sameinuð ætlum við að vinna stóra sigra og komast aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bítið Tengdar fréttir „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins. 2. mars 2025 15:01 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. 2. mars 2025 11:58 Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum. 1. mars 2025 15:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Guðrún fór yfir kosninguna, næstu skref og ríkisstjórnarsamstarfið við Framsókn og Vinstri græn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá ræddi hún einnig orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns flokksins, um að hún hafi verið að eigna sér hans verk í dómsmálaráðuneytinu. Hún sagði veigamestu breytingarnar hafa verið samþykktar á hennar vakt en sagði það þó hafa verið samstarf margra Hún sagðist eiga von á því að dagarnir verði lengri og meira að gera nú þegar hún er tekin við sem formaður flokksins. Aðeins munaði nítján atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu í kjöri til formanns. Guðrún segir margt hafa verið sambærilegt í máli hennar Áslaugar um að efla flokkinn og stækka hann en það sem hafi ráðið mestu í því að hún hafi borið sigur úr býtum sé reynsla hennar úr atvinnulífinu. Hún hafi bæði verið í rekstri og leitt Samtök iðnaðarins. Hún segist ætla að leggja áfram áherslu á að flokkurinn starfi og skilji vel mikilvægi verðmætasköpunar í landinu. Hún muni alltaf tala fyrir kraftmiklu atvinnulífi. Vill breikka og stækka flokkinn Þá vilji hún líka stækka flokkinn og fjölga í honum og telji mikil tækifæri til þess. Það þurfi að endurhugsa starf flokksins svo hægt sé að breikka hann og stækka. „Ég hef lagt sérstaka áherslu á „Stétt með stétt“ sem er gamalt slagorð okkar Sjálfstæðismanna og mörgum finnst við hafa fjarlægst.“ Guðrún segist hafa haldið um 40 fundi í aðdraganda landsfundar og þar hafi niðurstaða síðustu kosninga verið rædd oft. Niðurstaðan var sú versta sem flokkurinn hefur fengið og Guðrún segir mikilvægt að horfa inn á við og finna kjarnann og grunngildin. „Eins og ég sagði á mörgum fundum: Við skulum finna okkar bláa hjarta slá,“ segir Guðrún. Sjá einnig: „Sigur er alltaf sigur“ Ríkisstjórnarsamstarfið hafi haft mikil áhrif. Ekki bara á Sjálfstæðisflokkinn heldur líka hina flokkana, Framsókn hafi fengið slæma niðurstöðu og Vinstri græn þurrkast út á þingi. Hún segir engan annan kost hafa verið í boði 2017 en þessa ríkisstjórn og 2021 hafi verið erfitt að mynda aðra ríkisstjórn. Hún ætli samt ekki að horfa bara í baksýnisspegilinn. Hún ætli að læra af þessu og flokkurinn líka. „Ég held að núna á margan hátt tel ég ágætt fyrir okkur Sjálfstæðismenn að fara í stjórnarandstöðu,“ segir Guðrún og viðurkennir að margir verði kannski hissa á þessum orðum. Með því að vera í stjórnarandstöðu sé hægt að nýta tímann, stíga aðeins til baka og líta inn á við. Finna gildi Sjálfstæðishugsunarinnar á ný. Það sé samt verst fyrir Ísland þegar Sjálfstæðismenn séu ekki í ríkisstjórn. Ný forysta marki nýtt upphaf Guðrún segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið við stjórn í ríkisstjórnarsamstarfinu en það hafi verið mikið um málamiðlanir. Niðurstaðan af þessu samstarfi sé að þau eru núna í stjórnarandstöðu. Það sé bara ein ástæða fyrir því og hún sé að fólk vilji ekki kjósa þau því þau eru búin að missa traust. Forysta flokksins hafi í kjölfarið látið af störfum og ný forysta hljóti að marka nýtt upphaf fyrir flokkinn. Guðrún fór yfir lausnir í samgöngu- og heilbrigðismálum. Hún sagði ríkisreksturinn hafa blásið út og það þurfi að minnka „báknið“. „Fé ríkisins er takmarkað.“ Guðrún segir nauðsynlegt að leita nýrra lausna og fara í til dæmis einkaframkvæmdir í samgöngumannvirkjum, og nefnir í því samhengi Ölfusárbrú. Hún segir hægt að hefja samtal við lífeyrissjóði um aðild þeirra að þeim. Þá segir Guðrún að kostnaður mun aukast verulega í heilbrigðiskerfinu og mannaflaþörfin sömuleiðis. Það sé ekki hægt að leysa þessi verkefni án þess að leita nýrra lausna. „Ég hef verið á þeirri skoðun að við munum ekki geta leyst þetta nema við leyfum við leyfum einhvern veginn vindum frelsis að blása um það kerfi líka og byggjum upp einkarekstur við hlið og samhliða opinberum rekstri. Þannig að þessi tvö kerfi geta stutt hvort við annað,“ segir Guðrún og áréttar að hún sé ekki að tala um einkavæðingu, heldur einkarekstur við hlið opinbers reksturs. Guðrún segir Sjálfstæðismenn kunna að fara í prófkjör og hún vonist til þess, þrátt fyrir nauma niðurstöðu, að geta sameinað flokkinn. Það hafi alltaf einkennt Sjálfstæðismenn að sama hver niðurstaðan er þá lúti þeir henni. „Ég fann ekki annað í Laugardalshöll í gær en að við gengum sameinuð út af þeim fundi. Það er verkefni mitt, og nýrrar forystu, að taka utan um flokkinn. Að sækja gamla félaga, afla nýrra og stækka Sjálfstæðisflokkinn stétt með stétt.“ Veigamestu breytingarnar samþykktar á hennar vakt Spurð um gagnrýni Jóns Gunnarssonar á hana fyrir helgi, þar sem hann sagði hana eigna sér árangur hans í dómsmálaráðuneytinu og gera lítið úr árangri annarra, sagðist Guðrún ekki ætla að svara þessu. „Við Jón höfum alltaf verið góðir vinir og ég ætla ekkert að. Jón vann frábært starf í dómsmálaráðuneytinu og einnig aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, sem hafa verið nokkuð margir,“ segir Guðrún og nefndi Áslaugu Örnu, Sigríði Andersen, Þórdísi Kolbrúnu og Ólöfu Nordal. Sjá einnig: Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Allir þessir ráðherrar hafi náð að gera breytingar á lögum um útlendinga en veigamestu breytingarnar, sem allir hafi reynt að keyra í gegn, hafi svo klárast í júní í fyrra. „Hún kláraðist á minni vakt en vitaskuld hafa allir komið að,“ segir Guðrún og að Bryndís Haraldsdóttir hafi sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar alþingis á síðasta kjörtímabili átt mikinn þátt í því. „Þó að ég hafi verið ráðherra á þessum tíma og málið hafi klárast á minni vakt þá eru margir sem koma að, og þannig vinnum við. Þannig vinnum við Sjálfstæðismenn. Við vinnum saman og sameinuð ætlum við að vinna stóra sigra og komast aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bítið Tengdar fréttir „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins. 2. mars 2025 15:01 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. 2. mars 2025 11:58 Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum. 1. mars 2025 15:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
„Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Jens Garðar Helgason er nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Við tekur samstarf hans og Guðrúnar Hafsteinsdóttur, nýkjörins formanns flokksins. 2. mars 2025 15:01
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. 2. mars 2025 11:58
Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum. 1. mars 2025 15:57