Handbolti

Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Steinn Jónsson var mjög flottur í liði Aftureldingar í kvöld.
Birgir Steinn Jónsson var mjög flottur í liði Aftureldingar í kvöld. Vísir/Vilhelm

Afturelding gefur ekkert eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FH eftir stórsigur á Stjörnunni í kvöld.

Mosfellingar unnu Garðbæinga með nítján marka mun, 40-21, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 22-10.

Aftureldingarliðið tapaði í undanúrslitaleik bikarsins eftir framlengingu og mikla spennu en tókst að hrista af sér bikarblúsinn í kvöld.

Birgir Steinn Jónsson er á leiðinni út í atvinnumennsku á næstu leiktíð og hann sýndi af hverju í kvöld.

Birgir Steinn var kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar í hálfleik en endaði með sjö mörk úr sjö skotum. Hallur Arason skoraði sex mörk og þeir Kristján Ottó Hjálmsson, Stefán Magni Hjartarson og Ihor Kopyshynskyi voru allir með fimm mörk.

Sveinn Andri Sveinsson, Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson skoruðu allir fjögur mörk fyrir Stjörnuliði sem átti aldrei möguleika í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×