Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. mars 2025 07:00 Tómas Geir Howser hefur svo sannarlega látið til sín taka sem leikari og árið 2023 skar sig sérstaklega úr hjá okkar manni. Vísir/Anton Brink Tómas Geir Howser Harðarson leikari getur loksins sagt frá ótrúlegum ævintýrum sínum í Indlandi þar sem hann fór með stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu Sony sem byggir á sönnum atburðum. Tómas lauk tökum fyrir meira en ári og segir Indland stórkostlegt land. „2024 var mjög skrýtið ár því ég kláraði tökur í lok desember 2023 og þá var ég svo ógeðslega tilbúinn í næstu tökur og að segja öllum frá þessu. Ég er bara nýbyrjaður að mega tala um þetta, ég þurfti að halda í mér í meira en ár,“ segir Tómas Geir hlæjandi í samtali við Vísi. Þættirnir heita Waking of a Nation og byggja á sannsögulegum atburðum á Indlandi árið 1919. Þar er í forgrunni togstreita Indverja við breska nýlenduherra og dularfullar kringumstæðum í tengslum við fjöldamorð sem kennt er við Jallianwala Bagh. Tómas Geir eru Íslendingum vel kunnugur, var lengi vel þekktur sem Tilfinninga-Tómas þegar hann fór hamförum í Gettu betur í menntaskóla en síðast fréttist af honum í Íslandi í dag árið 2023 þegar hann lauk leiklistarnámi frá einum virtasta leiklistarskóla í Bretlandi. Síðan hefur hann verið búsettur í London, þó með annan fótinn á Íslandi. Tómas Geir sagðist í Íslandi í dag árið 2023 alltaf hafa verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna. Hringurinn fullkomnaður „Eftir námið hófst bara þetta klassíska leikarahark, fara í prufur og fleira. Svo fékk ég prufu fyrir þessa þætti í maí 2023, þetta var svokallað self tape sem er orðið ótrúlega algengt í dag, þar sem ég tek sjálfan mig upp í hlutverki og sendi prufuna inn.“ Tómas segir að það sé í raun hið ótrúlegasta mál að fá yfirhöfuð boð í prufu. Það sé alkunna að leikarar fái ekki einu sinni slíkt boð og hvað þá einhver svör að prufum loknum, ekki einu sinni neitun. Hann sé því oftast sáttur við að fá prufuna, skili sínu og reyni svo einfaldlega að hætta að hugsa um hana og snúa sér að næsta mögulega tækifæri. „En í þessu tilfelli fékk ég símtal frá umboðsmanni tveimur dögum síðar, um að ég væri kominn á svokallaðan stuttlista. Að leikstjórinn væri að velja á milli mín og fimm annarra. Þarna tók svo bara við heilt sumar þar sem ég var bara að bíða,“ segir Tómas hlæjandi. Hann segir sumarið eðli málsins samkvæmt hafa verið erfitt, því hann hafi vitað að hann gæti fengið fréttir af málinu hvaða dag sem er. Eftir tveggja og hálfs mánaða bið, þann 9. ágúst fékk Tómas svo að vita að allt hefði gengið upp. Indverski leikstjórinn Ram Madhvani hafði valið hann í hlutverk. „Þetta móment fannst mér vera svona full circle móment, og hringurinn í raun fullkomnaður. Maður auðvitað búinn að vinna mikið fyrir þessu, rétt eins og svo margir aðrir, farið í leiklistarnám, svo í prufur og það getur tekið leikara allt að fimm til tíu ár að fá fyrsta sjónvarpshlutverkið, enda bransinn svo ógeðslega harður þarna úti. En þarna var ég, að fá þetta inn ári eftir útskrift.“ Tómas Geir glæsilegur í hlutverki Miles Irving á setti í Indlandi. Hellti sér í rannsóknarvinnu Tómas útskýrir að næstu tvo mánuði hafi tekið við heilmikill undirbúningur undir hlutverkið. Hann hreppti hlutverk breska herþjónsins Miles Irving sem fór með yfirstjórn borgarinnar Amritsar í Punjab héraði í Indlandi árið 1919. „Þökk sé náminu var ég með góðan grunn í breska hreimnum, þannig ég hafði minni áhyggjur af því. En svo eru það þessir sönnu atburðir sem þættirnir byggja á, maður lærir náttúrulega ekkert um þetta í skóla á Íslandi þannig ég var eiginlega alveg á núllpunkti. Sem leikari þá hefur mér alltaf fundist mikilvægt að vita einfaldlega allt sem tengist efninu og vera sérfræðingur.“ Tómas útskýrir hlæjandi að hann hafi því einfaldlega sökkt sér í söguna. Hann hafi því verið orðinn hálfgerður sagnfræðingur þegar hann svo loksins mætti á sett. „Þættirnir byggja á þessum hræðilegu atburðum sem urðu í Indlandi árið 1919. Miles Irving stýrir borginni þegar þetta fjöldamorð verður, þar sem breskur herforingi og indverskir hermenn fara inn í almenningsgarð og drepa fjölda almennra borgara. Það er á reiki hve margir létust, opinbera talan er þrjú hundruð manns en mögulegt er að allt upp í tvö þúsund hafi látist þarna. Þetta var algjör hryllingur og þættirnir fjalla um aðdraganda þessa í Indlandi, borginni sjálfri og svo eftirleikinn, þar sem ýmsir hlutir koma í ljós og kemur í ljós að um samsæri var að ræða.“ Loddaralíðanin lét sig ekki vanta Tómasi var þarna flogið út til Indlands þar sem þættirnir voru teknir upp. Þeir voru teknir upp á slóðum atburðanna sjálfra í Punjab héraði norðarlega á Indlandi og rétt hjá landamærum Pakistan. Þar hitti Tómas restina af leikarahópnum og ljóst er á lýsingum hans að hann fer með risahlutverk í þáttunum. Og með honum voru engir aukvisar á setti. Þar var á ferðinnni alþjóðlegur leikhópur reynslumikilla og upprennandi leikara úr Bollywood í bland við breska leikara sem meðal annars hafa gert hafa gott mót við Peaky Blinders svo fátt eitt sé nefnt. „Þannig að þú getur rétt ímyndað þér loddaralíðanina sem ég upplifði á fyrsta tökudegi,“ segir Tómas léttur í bragði. „Ég man ég hugsaði bara: „Heyrðu ég er að leika einhvern Breta hérna, ég er með mitt eigið hjólhýsi, ég er að fá borgað fyrir þetta og manni er bara flogið út til Indlands, hvað er að gerast hérna!“ Tómas ásamt meðleikkonu sinni Nikita Dutta. Tómas féll þó eins og flís við rass inn í leikarahópinn, samstarfið bæði skemmtilegt og gefandi. Hann segist enn halda sambandi við stóran hluta leikarahópsins, þá hjálpi það auðvitað að breski hópurinn búi að stórum hluta líka í London. „Svo heldur maður auðvitað enn bandi við indverska hópinn, þó það sé meira í gegnum Whatsapp vegna fjarlægðarinnar. Þarna kynntist ég til dæmis vel honum Taaruk Raina sem er klárlega rísandi stjarna, fer til dæmis með aðalhlutverkið í indversku Netflix þáttunum Mismatched. Við erum báðir Liverpool menn og tengdum því strax og horfðum á leiki saman.“ Tómas og stór hluti leikhópsins á góðri stundu. Ein sena, ein taka Tómas segir tökurnar á þáttunum svo eðli málsins samkvæmt hafa verið heilmikið ævintýri. Hann segir það ekki síst að þakka ótrúlegu trausti sem leikstjórinn Ram Madhvani hafi sýnt leikurum en sá indverski er verðlaunaleikstjóri í heimalandinu. „Hann er algjör goðsögn og mig langar svo að segja frá því hvernig hann gerði þættina. Venjulega þegar maður tekur upp þætti, þá er þetta ein myndavél og svo stuttar tökur. Madhvani hinsvegar tekur upp sínar senur með fjórum til fimm myndavélum á sama tíma og tekur svo upp lengri frekar en stuttar senur.“ Þannig útskýrir Tómas að lengsta senan á setti hafi verið einn og hálfur tími að lengd. Þetta hafi í rauninni verið eins og heilt leikrit. Tómas segir leikstjórann hafa sagt þeim að hann væri ekkert án þeirra og að hann vildi einfalda þeim lífið eins mikið og mögulegt væri, þannig að þau gætu frekar leikið sér með senurnar og hlutverkin. „Ég hef aldrei unnið svona áður en eftir þetta er ég bara: Af hverju vinna ekki allir svona? Ridley Scott gerir þetta líka, Gladiator 2 var tekin svona upp sem dæmi. Þetta var algjörlega geðveikt og hann hvatti okkur til að einbeita okkur bara að leiknum. Þetta var rosalega frelsandi og mikill spuni fólginn í þessu. Sem var náttúrulega mjög krefjandi af því að maður var að leika Breta og ekki bara venjulegan Breta heldur Breta á árinu 1919, þannig að maður gat ekki sagt hvað sem er,“ segir Tómas léttur í bragði. Tómas ber leikstjóranum Ram Madhvani vel söguna. Indland ævintýralegt utan matareitrunar Þá berst talið að sjálfu Indlandi, hinu risastóra landi sem Íslendingar hafa takmarkaða þekkingu á. Tómas segist ekki hafa haldið vatni yfir landinu en mikil ferðareynsla hans eftir heimsreisu á yngri árum varð til þess að hann fylltist ekki sama menningarsjokkinu og margir. Heimsreisan komst raunar í fréttir þegar Tómas var barinn hrottalega í Tælandi ásamt vinum sínum árið 2016. Hann ber Indlandi vel söguna. „Það er náttúrulega rosalegt að koma þangað. Það er ótrúlega mkið af fólki alltaf allsstaðar, en þetta er magnað land og þarna er ótrúlega gott fólk sem vill allt fyrir mann gera,“ segir Tómas. Hann segir framleiðendur þáttanna hafa hvatt leikhópinn til þess að ferðast eins og kostur var á meðan verkefninu stóð. Hann hafi nýtt sér það til hins ítrasta. „Þannig að ég náði að ferðast frekar mikið. Ég heimsótti Nýju-Delí, sá Taj-Mahal og svo fór ég líka til Mumbai. Sú borg er í raun eins og Hollywood fyrir Indland þannig að indversku leikararnir búa allir þar, sem var mjög þægilegt því þau gátu þá sýnt okkur allt það helsta og þekkja borgina náttúrulega vel.“ Tómas segir ferðalagið hafa verið draumi líkast, utan rosalegrar matareitrunar sem hann hafi nælt sér í á einum tímapunkti. „Sem tók mig einhverja sex mánuði að jafna mig almennilega á og sérstaklega í Mumbai gat ég einfaldlega ekki borðað neinn indverskan mat. Ég var mikil prímadonna þarna og fékk sendan mat í hjólhýsið þegar tökur stóðu yfir og það var oftast McDonalds.“ Tómas var duglegur að ferðast á Indlandi. Langar að vinna heima líka En hvað tók við eftir að þessu ótrúlega ævintýri lauk á Indlandi? Tómas segir að hann hafi nælt sér í heilmikið af verkefnum 2024. Nú muni það vonandi verða lyftistöng fyrir ferilinn að honum bregði fyrir í þáttum af þeim kalíber sem The Waking of a Nation eru. „Ég er rosalega ánægður þarna úti og kærastan mín hún Emily hún er leikkona líka, er frá London og er að gera frábæra hluti. Þannig það hefur verið mjög þægilegt fyrir okkur að vera með höfuðstöðvar í London og frábært fyrir mig að geta komið heim. Draumurinn væri að geta átt heimili bæði á Íslandi og í Bretlandi og fara fram og til baka.“ Tómas útskýrir að bransinn sé stöðugt að breytast. Það sé ekki sama þörf á því að búa endilega á Íslandi þó hann vilji líka vinna í verkefnum á Íslandi. Hann segist vera duglegur að minna á sig og var nýbúinn í tökum á Íslandi þegar Vísir ræddi við hann. „Mér finnst frábært að fá tækifæri til að byggja líka upp sambönd hérna heima og þetta er markmiðið að geta unnið jafnt á Íslandi sem og úti. Það er mikið af góðum hlutum að gerast og frábærir listamenn sem ég hef fengið að vinna með og núna er ég spenntur fyrir því að geta loksins sýnt heiminum þessa þætti.“ View this post on Instagram A post shared by Tómas Howser (@tomashowser) Bíó og sjónvarp Bretland Indland Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
„2024 var mjög skrýtið ár því ég kláraði tökur í lok desember 2023 og þá var ég svo ógeðslega tilbúinn í næstu tökur og að segja öllum frá þessu. Ég er bara nýbyrjaður að mega tala um þetta, ég þurfti að halda í mér í meira en ár,“ segir Tómas Geir hlæjandi í samtali við Vísi. Þættirnir heita Waking of a Nation og byggja á sannsögulegum atburðum á Indlandi árið 1919. Þar er í forgrunni togstreita Indverja við breska nýlenduherra og dularfullar kringumstæðum í tengslum við fjöldamorð sem kennt er við Jallianwala Bagh. Tómas Geir eru Íslendingum vel kunnugur, var lengi vel þekktur sem Tilfinninga-Tómas þegar hann fór hamförum í Gettu betur í menntaskóla en síðast fréttist af honum í Íslandi í dag árið 2023 þegar hann lauk leiklistarnámi frá einum virtasta leiklistarskóla í Bretlandi. Síðan hefur hann verið búsettur í London, þó með annan fótinn á Íslandi. Tómas Geir sagðist í Íslandi í dag árið 2023 alltaf hafa verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna. Hringurinn fullkomnaður „Eftir námið hófst bara þetta klassíska leikarahark, fara í prufur og fleira. Svo fékk ég prufu fyrir þessa þætti í maí 2023, þetta var svokallað self tape sem er orðið ótrúlega algengt í dag, þar sem ég tek sjálfan mig upp í hlutverki og sendi prufuna inn.“ Tómas segir að það sé í raun hið ótrúlegasta mál að fá yfirhöfuð boð í prufu. Það sé alkunna að leikarar fái ekki einu sinni slíkt boð og hvað þá einhver svör að prufum loknum, ekki einu sinni neitun. Hann sé því oftast sáttur við að fá prufuna, skili sínu og reyni svo einfaldlega að hætta að hugsa um hana og snúa sér að næsta mögulega tækifæri. „En í þessu tilfelli fékk ég símtal frá umboðsmanni tveimur dögum síðar, um að ég væri kominn á svokallaðan stuttlista. Að leikstjórinn væri að velja á milli mín og fimm annarra. Þarna tók svo bara við heilt sumar þar sem ég var bara að bíða,“ segir Tómas hlæjandi. Hann segir sumarið eðli málsins samkvæmt hafa verið erfitt, því hann hafi vitað að hann gæti fengið fréttir af málinu hvaða dag sem er. Eftir tveggja og hálfs mánaða bið, þann 9. ágúst fékk Tómas svo að vita að allt hefði gengið upp. Indverski leikstjórinn Ram Madhvani hafði valið hann í hlutverk. „Þetta móment fannst mér vera svona full circle móment, og hringurinn í raun fullkomnaður. Maður auðvitað búinn að vinna mikið fyrir þessu, rétt eins og svo margir aðrir, farið í leiklistarnám, svo í prufur og það getur tekið leikara allt að fimm til tíu ár að fá fyrsta sjónvarpshlutverkið, enda bransinn svo ógeðslega harður þarna úti. En þarna var ég, að fá þetta inn ári eftir útskrift.“ Tómas Geir glæsilegur í hlutverki Miles Irving á setti í Indlandi. Hellti sér í rannsóknarvinnu Tómas útskýrir að næstu tvo mánuði hafi tekið við heilmikill undirbúningur undir hlutverkið. Hann hreppti hlutverk breska herþjónsins Miles Irving sem fór með yfirstjórn borgarinnar Amritsar í Punjab héraði í Indlandi árið 1919. „Þökk sé náminu var ég með góðan grunn í breska hreimnum, þannig ég hafði minni áhyggjur af því. En svo eru það þessir sönnu atburðir sem þættirnir byggja á, maður lærir náttúrulega ekkert um þetta í skóla á Íslandi þannig ég var eiginlega alveg á núllpunkti. Sem leikari þá hefur mér alltaf fundist mikilvægt að vita einfaldlega allt sem tengist efninu og vera sérfræðingur.“ Tómas útskýrir hlæjandi að hann hafi því einfaldlega sökkt sér í söguna. Hann hafi því verið orðinn hálfgerður sagnfræðingur þegar hann svo loksins mætti á sett. „Þættirnir byggja á þessum hræðilegu atburðum sem urðu í Indlandi árið 1919. Miles Irving stýrir borginni þegar þetta fjöldamorð verður, þar sem breskur herforingi og indverskir hermenn fara inn í almenningsgarð og drepa fjölda almennra borgara. Það er á reiki hve margir létust, opinbera talan er þrjú hundruð manns en mögulegt er að allt upp í tvö þúsund hafi látist þarna. Þetta var algjör hryllingur og þættirnir fjalla um aðdraganda þessa í Indlandi, borginni sjálfri og svo eftirleikinn, þar sem ýmsir hlutir koma í ljós og kemur í ljós að um samsæri var að ræða.“ Loddaralíðanin lét sig ekki vanta Tómasi var þarna flogið út til Indlands þar sem þættirnir voru teknir upp. Þeir voru teknir upp á slóðum atburðanna sjálfra í Punjab héraði norðarlega á Indlandi og rétt hjá landamærum Pakistan. Þar hitti Tómas restina af leikarahópnum og ljóst er á lýsingum hans að hann fer með risahlutverk í þáttunum. Og með honum voru engir aukvisar á setti. Þar var á ferðinnni alþjóðlegur leikhópur reynslumikilla og upprennandi leikara úr Bollywood í bland við breska leikara sem meðal annars hafa gert hafa gott mót við Peaky Blinders svo fátt eitt sé nefnt. „Þannig að þú getur rétt ímyndað þér loddaralíðanina sem ég upplifði á fyrsta tökudegi,“ segir Tómas léttur í bragði. „Ég man ég hugsaði bara: „Heyrðu ég er að leika einhvern Breta hérna, ég er með mitt eigið hjólhýsi, ég er að fá borgað fyrir þetta og manni er bara flogið út til Indlands, hvað er að gerast hérna!“ Tómas ásamt meðleikkonu sinni Nikita Dutta. Tómas féll þó eins og flís við rass inn í leikarahópinn, samstarfið bæði skemmtilegt og gefandi. Hann segist enn halda sambandi við stóran hluta leikarahópsins, þá hjálpi það auðvitað að breski hópurinn búi að stórum hluta líka í London. „Svo heldur maður auðvitað enn bandi við indverska hópinn, þó það sé meira í gegnum Whatsapp vegna fjarlægðarinnar. Þarna kynntist ég til dæmis vel honum Taaruk Raina sem er klárlega rísandi stjarna, fer til dæmis með aðalhlutverkið í indversku Netflix þáttunum Mismatched. Við erum báðir Liverpool menn og tengdum því strax og horfðum á leiki saman.“ Tómas og stór hluti leikhópsins á góðri stundu. Ein sena, ein taka Tómas segir tökurnar á þáttunum svo eðli málsins samkvæmt hafa verið heilmikið ævintýri. Hann segir það ekki síst að þakka ótrúlegu trausti sem leikstjórinn Ram Madhvani hafi sýnt leikurum en sá indverski er verðlaunaleikstjóri í heimalandinu. „Hann er algjör goðsögn og mig langar svo að segja frá því hvernig hann gerði þættina. Venjulega þegar maður tekur upp þætti, þá er þetta ein myndavél og svo stuttar tökur. Madhvani hinsvegar tekur upp sínar senur með fjórum til fimm myndavélum á sama tíma og tekur svo upp lengri frekar en stuttar senur.“ Þannig útskýrir Tómas að lengsta senan á setti hafi verið einn og hálfur tími að lengd. Þetta hafi í rauninni verið eins og heilt leikrit. Tómas segir leikstjórann hafa sagt þeim að hann væri ekkert án þeirra og að hann vildi einfalda þeim lífið eins mikið og mögulegt væri, þannig að þau gætu frekar leikið sér með senurnar og hlutverkin. „Ég hef aldrei unnið svona áður en eftir þetta er ég bara: Af hverju vinna ekki allir svona? Ridley Scott gerir þetta líka, Gladiator 2 var tekin svona upp sem dæmi. Þetta var algjörlega geðveikt og hann hvatti okkur til að einbeita okkur bara að leiknum. Þetta var rosalega frelsandi og mikill spuni fólginn í þessu. Sem var náttúrulega mjög krefjandi af því að maður var að leika Breta og ekki bara venjulegan Breta heldur Breta á árinu 1919, þannig að maður gat ekki sagt hvað sem er,“ segir Tómas léttur í bragði. Tómas ber leikstjóranum Ram Madhvani vel söguna. Indland ævintýralegt utan matareitrunar Þá berst talið að sjálfu Indlandi, hinu risastóra landi sem Íslendingar hafa takmarkaða þekkingu á. Tómas segist ekki hafa haldið vatni yfir landinu en mikil ferðareynsla hans eftir heimsreisu á yngri árum varð til þess að hann fylltist ekki sama menningarsjokkinu og margir. Heimsreisan komst raunar í fréttir þegar Tómas var barinn hrottalega í Tælandi ásamt vinum sínum árið 2016. Hann ber Indlandi vel söguna. „Það er náttúrulega rosalegt að koma þangað. Það er ótrúlega mkið af fólki alltaf allsstaðar, en þetta er magnað land og þarna er ótrúlega gott fólk sem vill allt fyrir mann gera,“ segir Tómas. Hann segir framleiðendur þáttanna hafa hvatt leikhópinn til þess að ferðast eins og kostur var á meðan verkefninu stóð. Hann hafi nýtt sér það til hins ítrasta. „Þannig að ég náði að ferðast frekar mikið. Ég heimsótti Nýju-Delí, sá Taj-Mahal og svo fór ég líka til Mumbai. Sú borg er í raun eins og Hollywood fyrir Indland þannig að indversku leikararnir búa allir þar, sem var mjög þægilegt því þau gátu þá sýnt okkur allt það helsta og þekkja borgina náttúrulega vel.“ Tómas segir ferðalagið hafa verið draumi líkast, utan rosalegrar matareitrunar sem hann hafi nælt sér í á einum tímapunkti. „Sem tók mig einhverja sex mánuði að jafna mig almennilega á og sérstaklega í Mumbai gat ég einfaldlega ekki borðað neinn indverskan mat. Ég var mikil prímadonna þarna og fékk sendan mat í hjólhýsið þegar tökur stóðu yfir og það var oftast McDonalds.“ Tómas var duglegur að ferðast á Indlandi. Langar að vinna heima líka En hvað tók við eftir að þessu ótrúlega ævintýri lauk á Indlandi? Tómas segir að hann hafi nælt sér í heilmikið af verkefnum 2024. Nú muni það vonandi verða lyftistöng fyrir ferilinn að honum bregði fyrir í þáttum af þeim kalíber sem The Waking of a Nation eru. „Ég er rosalega ánægður þarna úti og kærastan mín hún Emily hún er leikkona líka, er frá London og er að gera frábæra hluti. Þannig það hefur verið mjög þægilegt fyrir okkur að vera með höfuðstöðvar í London og frábært fyrir mig að geta komið heim. Draumurinn væri að geta átt heimili bæði á Íslandi og í Bretlandi og fara fram og til baka.“ Tómas útskýrir að bransinn sé stöðugt að breytast. Það sé ekki sama þörf á því að búa endilega á Íslandi þó hann vilji líka vinna í verkefnum á Íslandi. Hann segist vera duglegur að minna á sig og var nýbúinn í tökum á Íslandi þegar Vísir ræddi við hann. „Mér finnst frábært að fá tækifæri til að byggja líka upp sambönd hérna heima og þetta er markmiðið að geta unnið jafnt á Íslandi sem og úti. Það er mikið af góðum hlutum að gerast og frábærir listamenn sem ég hef fengið að vinna með og núna er ég spenntur fyrir því að geta loksins sýnt heiminum þessa þætti.“ View this post on Instagram A post shared by Tómas Howser (@tomashowser)
Bíó og sjónvarp Bretland Indland Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira