Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 12:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar. Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“ Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“
Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira