„Southampton mætti með gott leikplan,“ sagði Salah í viðtali eftir leik. Sóknarmaðurinn öflugi var í kjölfarið spurður hvað Slot hefði gert í hálfleik.
„Það var smá pirringur. Hann lét okkur heyra það. Við vorum slakir og hægir í fyrri hálfleik. Að mínu mati spiluðum við ekki vel í dag. Ef þú vilt vinna Meistaradeild Evrópu eða ensku úrvalsdeildina þarftu að vinna leiki sem þessa.“
Harvey Elliott, sem tryggði Liverpool sigurinn í París, tók í sama streng eftir leik dagsins.
„Fyrir mér er það hlutverk mitt að koma inn af bekknum og gera hvað ég get til að hafa áhrif á leikinn,“ sagði Elliott sem kom inn í hálfleik þegar Southampton leiddi með einu marki.
„Síðustu tveir leikir hafa verið virkilega erfiðir en þetta snýst ekki um mig, þetta snýst um liðið í heild. Þetta var erfiður leikur. Sérstaklega eftir ferðalagið og þá höfðum við aðeins einn dag til að undirbúa okkur.“
„Ég tek hatt minn ofan fyrir Southampton, þeir gerðu okkur erfitt fyrir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.“
„Við þurfum að halda áfram að vinna leiki, það er ekkert flóknara en það.“