Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu steymi í spilaranum að neðan og hefst klukkan 9.
Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson varaseðlabankastjóri peningastefnu.
Fundurinn fer fram í Smiðju og hefst klukkan 9.
Arna Lára Jónsdóttir Samfylkingu er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Miðflokki, Ragna Sigurðardóttir Samfylkingu, Pawel Bartoszek Viðreisn, Ragnar Þór Ingólfsson Flokki fólksins, Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingu, Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki, Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Sjálfstæðisflokki.