Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 06:49 Efnt var til mótmæla í New York í gær vegna handtöku Khalil. Getty/Michael M. Santiago Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. „Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
„Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira