Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 16:53 Maðurinn var tognaður á ökkla og kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið úti í fjórar nætur og nærst á jurtum sem hann fann. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar. Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Maðurinn var tognaður, kaldur og hrakinn eftir að hafa sofið undir berum himni í fjórar nætur og hafði lifað á jurtum sem hann fann og taldi óhætt að éta. Björgunarsveitir voru kallaðar út í morgun en að björguninni komu menn úr Ísólfi á Seyðisfirði, Sveinungi á Borgarfirði Eystra og Gerpi á Norðurfirði, Jökli í Jökuldal, auk áhafnar björgunarskipsins Hafbjargar á Norðurfirði. Ferðamaðurinn hafði á laugardaginn fengið far út með Seyðisfirði að bóndabæ þar sem hann sagðist vera með gistingu á, samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg. Á þeim slóðum sáust fótspor og lágu þau út með norðanverðum firðinum og var leitinni því beint að strandlengjunni þar og yfir í Loðmundarfjörð. Bakpoki eða skjóða mannsins fannst í fjörunni í Loðmundarfirði og var björgunarskipið og björgunarbátur á firðinum. Áhöfn Hafbjargar setti dróna á loft en um það leiti komu björgunarsveitarmenn auga á ferðamanninn þar sem hann stóð á kletti í fjörunni og veifaði. Hann var sóttur þangað, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. „Það var afar ánægður ferðalangur sem settist niður í Hafbjörginni og fékk heita súpu og orkudrykk til að næra sig á, en hann hafði þá verið á ferðinni síðan á sunnudag, sofið undir berum himni þar sem frost fór niður í að minnsta kosti 2 gráður, án svefnpoka eða tjalds,“ segir í tilkynningunni. Maðurinn hafði reynt að ná sambandi við fiskibáta með því að blikka vasaljósi sem hann var með en það bar ekki árangur. Þegar búið var að bjarga honum var hann fluttur til Neskaupstaðar til aðhlynningar.
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Innlent Fótboltinn víkur fyrir padel Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira