„Vonandi lærum við af þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. mars 2025 21:20 Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR. Vísir/Anton Brink KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR. Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“ Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“
Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga