Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Hinrik Wöhler skrifar 15. mars 2025 15:15 Sigvaldi Björn Guðjónsson skýtur að marki Grikkja. Vísir/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM með öruggum sigri á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Líkt og í leik liðanna út í Grikklandi fyrir þremur dögum síðan var sigurinn aldrei í hættu hjá íslensku strákunum og endaði leikurinn 33-21. Íslenska liðið fór af stað með miklum krafti og komst í 5-0 eftir sjö mínútna leik. Klaufaleg mistök hjá Grikkjunum og íslenska liði refsaði um hæl með hraðaupphlaupum og hröðum sóknum. Öruggum sigri fagnað í Laugardalshöllinni í dag.Vísir/Anton Brink Grikkirnir fundu taktinn í skamma stund eftir leikhléið og skoruðu þrjú mörk í röð. Íslenska liðið lét það ekki á sig fá og hélt áfram að spila hraðar sóknir. Íslenska vörnin hafði góð tök á sóknarleik gestanna. Þau skot sem fóru fram hjá íslensku vörninni enduðu oftar en ekki hjá Björgvini Páli Gústavssyni og var hann með rúmlega 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Munurinn milli liðanna hélst í sex til átta mörkum þegar leið á fyrri hálfleikinn og náði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að dreifa álaginu jafnt á lykilleikmenn liðsins. Til marks um það voru níu leikmenn sem komust á blað í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Íslands í 50 mínútur og varði 14 skot.Vísir/Anton Brink Ísland leiddi í hálfleik, 16-9, og ljóst var að Grikkirnir þurftu kraftaverk til að snúa leiknum við. Íslensku strákarnir spiluðu af sama krafti í seinni hálfleik og þeir grísku áttu fá svör. Vörnin stóð vel og náðu gestirnir ekki að brjóta hana á bak aftur. Um miðbik seinni hálfleiks voru Grikkirnir aðeins búnir að skora fimm mörk og staðan orðin 26-14. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann þegar leið á seinni hálfleik en einbeitingarleysi og klaufaleg mistök í sóknarleik íslenska liðsins kom þeim grísku á bragðið um stundarsakir. Janus Daði Smárason lét ekki grísku vörnina stöðva sig og skoraði fjögur mörk í dag.Vísir/Anton Brink Það kom þó ekki að sök, íslenska liðið komst á beinu brautina að nýju og fengu allir leikmenn íslenska liðsins að spila. Arnór Snær Óskarsson skoraði síðasta mark leiksins með sirkusmarki og kórónaði stórsigur Íslands, 33-21. Með sigrinum hefur Ísland sigrað alla fjóra leiki sína í undankeppni EM og sæti á lokamótinu tryggt. Strákarnir eiga tvo leiki eftir í riðlinum en þeir mæta Bosníu ytra og síðan Georgíu á heimavelli. Leikirnir fara fram 7. og 11. maí. Atvik leiksins Ef miðað er við fagnaðarlæti áhorfenda þá voru það tvö atvik sem standa upp úr. Hið fyrra er fyrsta markvarsla Ísak Steinssonar í Laugardalshöllinni en hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náði hann að verja eitt skot og var því gríðarlega vel fagnað. Arnór Snær Óskarsson fær faðmlag frá Björgvini Páli eftir að hafa skorað sirkusmark á síðustu andartökum leiksins.Vísir/Anton Brink Strákarnir skoruðu glæsilegt mark á síðustu andartökum leiksins við mikinn fögnuð. Orri Freyr Þorkelsson fór inn úr vinstra horninu og gaf sendingu á Arnór Snæ Óskarsson sem kom fljúgandi inn í teiginn og skoraði. Laglegt sirkusmark og sæti á EM tryggt. Stjörnur og skúrkar Þrátt fyrir mikinn mun þegar leið á leikinn var mikil barátta í vörninni allan leikinn. Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær Vignisson létu finna fyrir sér í vörninni og þvinguðu gríska liðið í mistök og erfið skot. Fyrir aftan vörnina stóð Björgvin Páll Gústavsson vaktina með prýði og varði hann 14 skot og var með 45% markvörslu. Andri Már Rúnarsson kom af miklum krafti inn í sóknarleik liðsins og náði að skora fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum á stuttum kafla í seinni hálfleik. Andri Már Rúnarsson nýtti sínar mínútur vel og skoraði fjögur mörk.Vísir/Anton Brink Skotnýtingin hjá strákunum hefði getað verið betri en markvörður gestanna, Petros Boukovinas, reyndist íslenska liðinu erfiður og var með 16 skot varin. Dómarar Austurríska dómaratvíeykið, Radojko Brkic og Andrei Jusufhodzic, dæmdu leikinn í dag og gerðu það ágætlega. Það má segja að leikurinn hafi verið frekar auðveldur fyrir kollegana þar sem sigur Íslands var aldrei í hættu og þurftu þeir ekki að taka neinar stórar ákvarðanir sem höfðu áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Það var mikil stemning fyrir leiknum og uppselt var á leikinn í gær. Íslensku stuðningsmennirnir létu mikið í sér heyra og fögnuðu hverju marki vel og innilega. Það var allt upp á tíu í Laugardalshöllinni í dag.Vísir/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið lék síðast í Höllinni í nóvember í fyrra og var mikil eftirvænting að sjá liðið á dúknum á ný. Hin efnilega hljómsveit HúbbaBúbba tók lagið fyrir leik, Sérsveitin leiddi áhorfendaskarann með taktföstum trommuslætti og EM-sætinu var fagnað vel eftir leik með afmælissöngi fyrir Óskar Bjarna Óskarsson, einn af þjálfurum liðsins. Viðtöl Janus Daði: „Þetta eru hæfileikaríkir gaurar“ Janus Daði Smárason lék sinn 96. landsleik í dag og er meðal reynslumestu leikmanna liðsins.Vísir/Anton Brink Janus Daði Smárason var ánægður með að klára leikina tvo á móti Grikklandi en segir það geti verið snúið að mæta liðum sem eru ekki meðal þeirra sterkustu, líkt og gríska liðinu. „Þetta er alltaf snúið að spila á móti andstæðingi sem þú átt að vinna. Mér fannst við mæta vel til leiks, en svo misstum við aðeins dampinn í fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert betur. Sigur er sigur og við erum komnir á mótið og ég er ánægður með það,“ sagði Janus Daði eftir leikinn. Landsliðshópurinn er talsvert breyttur frá því á HM í janúar og segir Janus að það sé gaman að fá ný andlit í hópinn. Hann vonast til að geta kennt þeim eitthvað en viðurkennir að eiga erfitt með að halda sama hraða og þeir. „Frábært, þetta eru hæfileikaríkir gaurar maður sér það á æfingum. Maður finnur það líka að maður er að eldast, þeir eru helvíti fljótir. Þetta er gaman og vonandi að maður getur kennt þeim eitthvað og þeir sýnt okkur eitthvað sem við höfum ekki séð áður.“ Janus Daði er einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum og var ánægður með frammistöðu reynsluminni leikmanna í þessu landsliðsverkefni. „Grípa sénsinn þegar hann gefst og þeir gerðu það í dag. Ég er glaður fyrir þeirra hönd og við höldum áfram að breikka hópinn og setja kröfur á að spila vel,“ sagði Janus að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti á EM með öruggum sigri á Grikkjum fyrir framan fulla Laugardalshöll í dag. Líkt og í leik liðanna út í Grikklandi fyrir þremur dögum síðan var sigurinn aldrei í hættu hjá íslensku strákunum og endaði leikurinn 33-21. Íslenska liðið fór af stað með miklum krafti og komst í 5-0 eftir sjö mínútna leik. Klaufaleg mistök hjá Grikkjunum og íslenska liði refsaði um hæl með hraðaupphlaupum og hröðum sóknum. Öruggum sigri fagnað í Laugardalshöllinni í dag.Vísir/Anton Brink Grikkirnir fundu taktinn í skamma stund eftir leikhléið og skoruðu þrjú mörk í röð. Íslenska liðið lét það ekki á sig fá og hélt áfram að spila hraðar sóknir. Íslenska vörnin hafði góð tök á sóknarleik gestanna. Þau skot sem fóru fram hjá íslensku vörninni enduðu oftar en ekki hjá Björgvini Páli Gústavssyni og var hann með rúmlega 50% markvörslu í fyrri hálfleik. Munurinn milli liðanna hélst í sex til átta mörkum þegar leið á fyrri hálfleikinn og náði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að dreifa álaginu jafnt á lykilleikmenn liðsins. Til marks um það voru níu leikmenn sem komust á blað í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Íslands í 50 mínútur og varði 14 skot.Vísir/Anton Brink Ísland leiddi í hálfleik, 16-9, og ljóst var að Grikkirnir þurftu kraftaverk til að snúa leiknum við. Íslensku strákarnir spiluðu af sama krafti í seinni hálfleik og þeir grísku áttu fá svör. Vörnin stóð vel og náðu gestirnir ekki að brjóta hana á bak aftur. Um miðbik seinni hálfleiks voru Grikkirnir aðeins búnir að skora fimm mörk og staðan orðin 26-14. Gestirnir náðu þó að klóra í bakkann þegar leið á seinni hálfleik en einbeitingarleysi og klaufaleg mistök í sóknarleik íslenska liðsins kom þeim grísku á bragðið um stundarsakir. Janus Daði Smárason lét ekki grísku vörnina stöðva sig og skoraði fjögur mörk í dag.Vísir/Anton Brink Það kom þó ekki að sök, íslenska liðið komst á beinu brautina að nýju og fengu allir leikmenn íslenska liðsins að spila. Arnór Snær Óskarsson skoraði síðasta mark leiksins með sirkusmarki og kórónaði stórsigur Íslands, 33-21. Með sigrinum hefur Ísland sigrað alla fjóra leiki sína í undankeppni EM og sæti á lokamótinu tryggt. Strákarnir eiga tvo leiki eftir í riðlinum en þeir mæta Bosníu ytra og síðan Georgíu á heimavelli. Leikirnir fara fram 7. og 11. maí. Atvik leiksins Ef miðað er við fagnaðarlæti áhorfenda þá voru það tvö atvik sem standa upp úr. Hið fyrra er fyrsta markvarsla Ísak Steinssonar í Laugardalshöllinni en hann kom inn á þegar tíu mínútur voru eftir. Á þeim kafla náði hann að verja eitt skot og var því gríðarlega vel fagnað. Arnór Snær Óskarsson fær faðmlag frá Björgvini Páli eftir að hafa skorað sirkusmark á síðustu andartökum leiksins.Vísir/Anton Brink Strákarnir skoruðu glæsilegt mark á síðustu andartökum leiksins við mikinn fögnuð. Orri Freyr Þorkelsson fór inn úr vinstra horninu og gaf sendingu á Arnór Snæ Óskarsson sem kom fljúgandi inn í teiginn og skoraði. Laglegt sirkusmark og sæti á EM tryggt. Stjörnur og skúrkar Þrátt fyrir mikinn mun þegar leið á leikinn var mikil barátta í vörninni allan leikinn. Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær Vignisson létu finna fyrir sér í vörninni og þvinguðu gríska liðið í mistök og erfið skot. Fyrir aftan vörnina stóð Björgvin Páll Gústavsson vaktina með prýði og varði hann 14 skot og var með 45% markvörslu. Andri Már Rúnarsson kom af miklum krafti inn í sóknarleik liðsins og náði að skora fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum á stuttum kafla í seinni hálfleik. Andri Már Rúnarsson nýtti sínar mínútur vel og skoraði fjögur mörk.Vísir/Anton Brink Skotnýtingin hjá strákunum hefði getað verið betri en markvörður gestanna, Petros Boukovinas, reyndist íslenska liðinu erfiður og var með 16 skot varin. Dómarar Austurríska dómaratvíeykið, Radojko Brkic og Andrei Jusufhodzic, dæmdu leikinn í dag og gerðu það ágætlega. Það má segja að leikurinn hafi verið frekar auðveldur fyrir kollegana þar sem sigur Íslands var aldrei í hættu og þurftu þeir ekki að taka neinar stórar ákvarðanir sem höfðu áhrif á úrslit leiksins. Stemning og umgjörð Það var mikil stemning fyrir leiknum og uppselt var á leikinn í gær. Íslensku stuðningsmennirnir létu mikið í sér heyra og fögnuðu hverju marki vel og innilega. Það var allt upp á tíu í Laugardalshöllinni í dag.Vísir/Anton Brink Íslenska karlalandsliðið lék síðast í Höllinni í nóvember í fyrra og var mikil eftirvænting að sjá liðið á dúknum á ný. Hin efnilega hljómsveit HúbbaBúbba tók lagið fyrir leik, Sérsveitin leiddi áhorfendaskarann með taktföstum trommuslætti og EM-sætinu var fagnað vel eftir leik með afmælissöngi fyrir Óskar Bjarna Óskarsson, einn af þjálfurum liðsins. Viðtöl Janus Daði: „Þetta eru hæfileikaríkir gaurar“ Janus Daði Smárason lék sinn 96. landsleik í dag og er meðal reynslumestu leikmanna liðsins.Vísir/Anton Brink Janus Daði Smárason var ánægður með að klára leikina tvo á móti Grikklandi en segir það geti verið snúið að mæta liðum sem eru ekki meðal þeirra sterkustu, líkt og gríska liðinu. „Þetta er alltaf snúið að spila á móti andstæðingi sem þú átt að vinna. Mér fannst við mæta vel til leiks, en svo misstum við aðeins dampinn í fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað gert betur. Sigur er sigur og við erum komnir á mótið og ég er ánægður með það,“ sagði Janus Daði eftir leikinn. Landsliðshópurinn er talsvert breyttur frá því á HM í janúar og segir Janus að það sé gaman að fá ný andlit í hópinn. Hann vonast til að geta kennt þeim eitthvað en viðurkennir að eiga erfitt með að halda sama hraða og þeir. „Frábært, þetta eru hæfileikaríkir gaurar maður sér það á æfingum. Maður finnur það líka að maður er að eldast, þeir eru helvíti fljótir. Þetta er gaman og vonandi að maður getur kennt þeim eitthvað og þeir sýnt okkur eitthvað sem við höfum ekki séð áður.“ Janus Daði er einn af reynslumestu leikmönnunum í íslenska hópnum og var ánægður með frammistöðu reynsluminni leikmanna í þessu landsliðsverkefni. „Grípa sénsinn þegar hann gefst og þeir gerðu það í dag. Ég er glaður fyrir þeirra hönd og við höldum áfram að breikka hópinn og setja kröfur á að spila vel,“ sagði Janus að lokum.