Nýtt tímabil hefst í formúlu 1 þegar ástralski kappaksturinn fer fram en þar sem keppt er hinum megin á hnettinum þá verður keppnin í beinni í nótt.
Fram að því verður nóg um að vera í öðrum íþróttum á stöðvunum.
NBA meistarar Boston Celtics verða í beinni útsendingu í kvöld þegar þeir heimsækja Brooklyn Nets.
Við sjáum Íslendingaliðið Fortuna Düsseldorf í beinni í þýsku b-deildinni en einnig verður sýnt frá leikjum Bayern München og Borussia Dortmund í þýsku A-deildinni.
Á Eiðfaxa stöðinni verður sýnt frá fimmgangi úr Áhugamannadeild Norðurlands.
Það verður einnig sýnd frá aksturskeppninni Nascar Xfinity og frá leik í NHL-deildinni í íshokkí.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 22.00 hefst útsending frá leik Brooklyn Nets og Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta.
Eiðfaxa stöðin
Klukkan 13.00 hefst útsending frá keppni í fimmgangi í Áhugamannadeild Norðurlands.
Vodafone Sport
Klukkan 11.55 hefst útsending frá leik Fortuna Düsseldorf og Regensburg í þýsku b-deildinni í fótbolta.
Klukkan 14.25 hefst útsending frá leik Berlin og Bayern Münchení þýsku deildinni í fótbolta.
Klukkan 17.20 hefst útsending frá leik RB Leipzig og Dortmund í þýsku deildinni í fótbolta.
Klukkan 19.30 hefst útsending frá The LiUNA! í Nascar Xfinity akturskeppninni.
Klukkan 23.05 hefst útsending frá leik Boston Bruins og Tampa Bay Lightning í NHL-deildinni í íshokkí.
Klukkan 03.30 hefst útsending frá ástralska kappakstrinum í formúlu 1.