Tugir þúsunda mótmæla stjórnvöldum í Serbíu, í höfuðborginni Belgrad. Mótmælaalda hefur skekið landið síðan í nóvember og aldrei fleiri mótmælt í einu. Forsetinn varaði fólk við mómælum í gær og hótaði fjöldahandtökum.
Utanríkisráðherra Íslands segir áreiti, sem sendiráðsstarfsmenn urðu fyrir í Moskvu, hafa haft mikil áhrif á ákvörðun þáverandi ráðherra um að loka sendiráðinu. Dæmi eru um að starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra.
Íslandsmeistaramótið í Olsen olsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.
Það er fjölmargt um að vera í íþróttunum. Strákarnir okkar tryggðu sér sæti á Evrópumótið í handbolta og spennan magnast í baráttunni um Meistaradeildarsæti í enska boltanum.