Fótbolti

Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mót­herja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Ramos sparkar í rassinn á Guillermo Martínez.
Sergio Ramos sparkar í rassinn á Guillermo Martínez. afp/Yuri CORTEZ

Óhætt er að segja að Sergio Ramos hafi komið eins og stormsveipur inn í mexíkóska boltann. Hann fékk rautt spjald í leik í nótt fyrir að sparka í afturenda mótherja.

Ramos gekk í raðir Monterrey í Mexíkó í byrjun síðasta mánaðar. Hann hafði skorað í þremur leikjum í röð þegar kom að leik gegn UNAM Pumas í mexíkósku úrvalsdeildinni í nótt.

Monterrey vann leikinn, 1-3, en Ramos fangaði fyrirsagnirnar fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í uppbótartíma. Hann sparkaði þá í rassinn á Guillermo Martínez, skömmu eftir að hann hafði minnkað muninn í 1-3.

Ramos henti gaman að atvikinu á Twitter á Twitter. „Mjög mikilvægur sigur á útivelli gegn erfiðu liði. Tími til að hvílast og undirbúa sig fyrir það sem kemur næst. P.S.: Það var augljóst að ég gat ekki yfirgefið þessa deild án rauðs spjald,“ skrifaði Ramos.

Ramos og félagar í Monterrey eru í 8. sæti mexíkósku úrvalsdeildarinnar með nítján stig eftir tólf leiki.

Varnarmaðurinn þrautreyndi er ekki óvanur því að vera rekinn af velli en hann fékk meðal annars tuttugu rauð spjöld í spænsku úrvalsdeildinni sem er met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×