„Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. mars 2025 13:36 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Allt bendir til þess að varnargarðar sem þegar hafa verið reistir komi til með að verja Grindavík og orkuverið í Svartsengi. Prófessor í jarðeðlisfræði segir nánast öruggt að til eldgoss komi, þó óvissa sé um tímasetningu þess. Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Landris á Reykjanesskaga er nú meira en það hefur verið áður, að sögn prófessors í jarðeðlisfræði. „Og nokkru hærra en í síðasta gosi og aðeins hærra en í þarsíðasta gosi. Það er svo að sjá að það er nánast víst að það gjósi á næstunni, það er hins vegar mjög erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær það verður. Hversu langt er í það, en það er nú sennilega ekki langt í það,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Næsta gos geti vel orðið það síðasta Litlar breytingar sé að sjá á stöðunni, þrátt fyrir örlitlar sveiflur í GPS-mælingum, sem stafi líklega af veðurfari. Kvikusöfnun haldi áfram og ólíklegt sé að það endi öðruvísi en með eldgosi. „Svo má spyrja sig, ef við horfum aðeins til lengri tíma: Hvað er líklegt að gerist? Það er náttúrulega bara óvissa. Það er ljóst að farið er að draga úr innrennsli kviku þarna, miðað við það sem var. Það bendir til þess að þetta sé nú komið vel á seinni hlutann, en hvenær síðasta gosið verður, það er ekki útilokað að það gos sem kemur næst verði það síðasta.“ Sé litið til Kröflu á níunda áratugnum megi álykta að langt muni líða milli eldgosa héðan af. „Það bendir allt til þess að við séum komin mjög á seinni hlutann í þessari atburðarás.“ Ekkert öruggt en horfurnar góðar Vinna við varnargarða hafi heppnast einkar vel. „Það eru mjög þokkalegar líkur á að bæði Grindavík og orkuverið í Svartsengi sleppi, þó það sé ekkert öruggt,“ segir Magnús Tumi. Í samtali við fréttastofu sagði Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, að stofnunin væri við öllu búin ef skyndilega kæmi til eldgoss. Hættustig hafi verið í gildi síðan í janúar. Þó væri ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarstigi fyrr en til eldgoss kæmi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Vísir hefur komið upp vefmyndavélum á Reykjanesskaganum. Stöðug kvikusöfnun hefur verið á svæðinu en rúmmál kvikunnar hefur aldrei verið meiri frá því að goshrinan hófst árið 2023. 16. mars 2025 17:52