Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:50 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef gjósa skyldi á næstu dögum yrði það „endurtekið efni Vísir/Arnar Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira