Williams og Wilmore hafa verið um borð í ISS frá því í júní í fyrra en ferð þeirra átti upphaflega að taka rúma viku. Tilgangur ferðarinnar var að prófa og meta Starliner geimfar Boeing en leki kom á geimfarið á leiðinni að geimstöðinni og var það á endanum sent mannlaust til baka.
Fjórir geimfarar ferðuðust til geimstöðvarinnar á dögunum, þeirra á meðal tveir sem verða eftir. Tveir snúa aftur með Williams og Wilmore; Bandaríkjamaðurinn Nicholas Hague og Rússinn Aleksandr Gorbunov.
Fjórmenningarnir koma heim í Dragon geimfari frá SpaceX og er áætlað að heimförin taki um það bil 17 klukkustundir.