Innlent

Snarpur skjálfti í Bárðar­bungu

Árni Sæberg skrifar
Bárðarbunga séð úr lofti.
Bárðarbunga séð úr lofti. Vísir/RAX

Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þess efnis segir að fáeinir minni eftirskjálftar hafi mælst. Engar tilkynningar hafi borist Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftarnir hafi fundist í byggð. 

Skjálftar af þessari stærð séu vel þekktir í Bárðarbungu, en síðast hafi skjálftar af svipaðri stærð orðið í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×