Samræmt fjórflokkunarkerfi sorps var tekið upp á höfuðborgarsvæðinu um mitt ári 2023. Magn matarleifa, pappírs, plasts og blandaðs úrgangs sem höfuðborgarbúar hentu dróst saman um 16,5 prósent á milli árana 2020 og 2024 samkvæmt tölum Sorpu. Árið 2020 hentu borgarbúar 224 kílóum á mann en 187 kílóum í fyrra.
Samdrátturinn var enn meiri þegar einungis er litið til blandaðs úrgangs sem fór úr 173 kílóum á mann í 99 kíló, tæplega 43 prósent samdráttur.
Hlutur lífræns úrgangs í blönduðum úrgangstunnum lækkaði um sjötíu prósent, plasts um tæp 41 prósent og pappírs um rúm 38 prósent frá 2022 til 2024.
Nær allt það sem ratar í tunnur fyrir lífrænan úrgang á heima þar, 98 prósent samkvæmt tölum Sorpu. Lífrænn úrgangur er sendur í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU en vinnsla hans þar dregur verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Úrgangurinn var áður urðaður.
Losun vegna urðunar úrgangs dróst saman um 6,3 prósent á milli ára árið 2023 samkvæmt tölum Umhverfis- og orkustofnunar.