Við ræðum meðal annars við Róbert Spanó, sem leiðir vinnuna við hina svokölluðu tjónaskrá Evrópuráðsins. Búist er við að tilkynningar vegna tjóns af völdum stríðsins verði á bilinu fimm til átta milljónir.
Þá grípum við niður í umræður frá Alþingi í dag þar sem Inga Sæland var meðal annars spurð út í afstöðuna til sölu á Íslandsbanka.
Að auki fjöllum við um ofbeldi á meðal barna og sjálfa hamingjuna.