Innlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrr­verandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/vilhelm

Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps, stórfellda líkamsárás og brot í nánu sambandi, með því að hafa ráðist á konuna og meðal annars lamið og sparkað í höfuð hennar, reynt að kyrkja hana og hent henni í læk í skóglendi.

Karlmaðurinn heitir Snæþór Helgi Bjarnason og fékk fjögurra ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar í fyrra. Héraðsdómi taldi ekki sannað að hann hefði ætlað að bana fyrrverandi kærustu sinni og heimfærði málið undir ákvæði laga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var ekki fallist á að hann hefði gerst sekur um brot í nánu sambandi eins og rakið var í frétt Vísi í fyrra.

Athygli vakti í fyrra að lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir Snæþóri Helga eftir að dómurinn féll í héraði. Vildi lögregla að hann væri í haldi á meðan áfrýjunarferli stæði. Landsréttur féllst ekki á beiðni lögreglu og vísaði til þess að ekki væri talið að hann hefði ætlað að ráða konunni bana. Því væri skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×