Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2025 22:22 Tveggja kílómetra löng bryggja yrði lögð út frá strönd Mýrdalssands með tvöhundruð metra viðlegukanti við endann. Efla/EP Power Minerals Iceland Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hafa kynnt áform um tugmilljarða vikurútflutningshöfn við Alviðruhamra á Mýrdalssandi. Oddviti Skaftárhrepps segist ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð íbúa enda gætu milli hundrað og tvöhundruð ný störf fylgt vikurnáminu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 2020 sem þýskt fyrirtæki keypti jörðina Hjörleifshöfða en eigendur þess eru tékkneskir. Stór hluti Mýrdalssands tilheyrir jörðinni. Leiðin frá vikurnámunni að höfninni yrði lögð undir hringveginn. Bryggjan yrði vestast á Alviðruhömrum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Upphaflegar hugmyndir um efnisflutninga á trukkum á þjóðvegum til Þorlákshafnar mættu andstöðu sveitarfélaga og Vegagerðarinar og hefur fyrirtækið EP Power Minerals núna kynnt áform um gerð hafnar við Alviðruhamra. Þaðan yrði vikrinum skipað út til sementsframleiðslu í Evrópu. Frá Alviðruhömrum.Arnar Halldórsson Samnefndur viti er á Alviðruhömrum en þeir eru á suðaustanverðum Mýrdalssandi, neðan byggðarinnar í Álftaveri. Hamrarnir ná langleiðina að ósum Kúðafljóts og er þetta einn af fáum stöðum á suðurströnd Íslands þar sem berg og fast land nær alla leið að sjó. Um eins kílómetra langur brimvarnargarður myndi skýla höfninni fyrir öldugangi. Brimvarnargarðurinn yrði á 16 til 20 metra dýpi og því þyrti mikið efni í gerð hans.Efla/EP Power Minerals Iceland Samkvæmt matsáætlun fyrir umhverfismat gera áform fyrirtækisins ráð fyrir bryggju, viðlegukanti og brimvarnargarði ásamt geymslusvæði við ströndina. Vikurinn yrði fluttur frá námu suðaustan við Hafursey annaðhvort með trukkum á sérstökum námavegi, sem lægi undir hringveginn, eða á færiböndum þessa tíu kílómetra leið. Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri, er oddviti Skaftárhrepps.Arnar Halldórsson Fulltrúar fyrirtækisins héldu kynningarfund með íbúum og landeigendum Álftavers í síðustu viku. Meðal þeirra sem sátu fundinn var Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, en hann er bóndi á Herjólfssstöðum í Álftaveri. Jóhannes kveðst ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð meðal nágranna sinna og segir að það hljóti að teljast jákvætt að fá hundrað til tvöhundruð ný störf inn á svæðið. Svona er möguleg útfærsla geymslusvæðis sýnd við ströndina.Efla/EP Power Minerals Iceland Sjálfur kveðst Jóhannes ekki sjá neitt annað en jákvætt við þessi áform. Þarna geti ræst gömul hugsjón Skaftfellinga um útflutning og verðmætasköpun úr framburði Kötluhlaupa, vikri Mýrdalssands. Þá kveðst hann ekki sjá að þetta skaði aðra starfsemi á svæðinu, eins og landbúnað eða ferðaþjónustu, en bryggjan yrðu um átta kílómetra frá næstu sveitabæjum í Álftaveri. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri EP Power Minerals Iceland.Vísir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri EP Power Minerals Iceland, segir þetta verkefni upp á tugi milljarða króna. Hann áætlar að framkvæmdir gætu hafist í fyrsta lagi eftir tvö ár og að það þyrfti þrjú sumur til að reisa mannvirkin. Hér í frétt Stöðvar 2 má átta sig betur á staðháttum: Skaftárhreppur Skipulag Mýrdalshreppur Katla Jarðakaup útlendinga Skipaflutningar Tengdar fréttir Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. 17. ágúst 2022 13:31 Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum. 17. ágúst 2022 09:58 Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. 1. desember 2020 19:23 Hafnar fullyrðingum eigenda Hjörleifshöfða sem var ekki í hæsta forgangi Forsætisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við eigendur Hjörleifshöfða vegna sölu á jörðinni. Ekki hafi náðst samkomulag um verð. 24. nóvember 2020 13:26 Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. 23. nóvember 2020 17:40 Mest lesið Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 2020 sem þýskt fyrirtæki keypti jörðina Hjörleifshöfða en eigendur þess eru tékkneskir. Stór hluti Mýrdalssands tilheyrir jörðinni. Leiðin frá vikurnámunni að höfninni yrði lögð undir hringveginn. Bryggjan yrði vestast á Alviðruhömrum.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Upphaflegar hugmyndir um efnisflutninga á trukkum á þjóðvegum til Þorlákshafnar mættu andstöðu sveitarfélaga og Vegagerðarinar og hefur fyrirtækið EP Power Minerals núna kynnt áform um gerð hafnar við Alviðruhamra. Þaðan yrði vikrinum skipað út til sementsframleiðslu í Evrópu. Frá Alviðruhömrum.Arnar Halldórsson Samnefndur viti er á Alviðruhömrum en þeir eru á suðaustanverðum Mýrdalssandi, neðan byggðarinnar í Álftaveri. Hamrarnir ná langleiðina að ósum Kúðafljóts og er þetta einn af fáum stöðum á suðurströnd Íslands þar sem berg og fast land nær alla leið að sjó. Um eins kílómetra langur brimvarnargarður myndi skýla höfninni fyrir öldugangi. Brimvarnargarðurinn yrði á 16 til 20 metra dýpi og því þyrti mikið efni í gerð hans.Efla/EP Power Minerals Iceland Samkvæmt matsáætlun fyrir umhverfismat gera áform fyrirtækisins ráð fyrir bryggju, viðlegukanti og brimvarnargarði ásamt geymslusvæði við ströndina. Vikurinn yrði fluttur frá námu suðaustan við Hafursey annaðhvort með trukkum á sérstökum námavegi, sem lægi undir hringveginn, eða á færiböndum þessa tíu kílómetra leið. Jóhannes Gissurarson, bóndi á Herjólfsstöðum í Álftaveri, er oddviti Skaftárhrepps.Arnar Halldórsson Fulltrúar fyrirtækisins héldu kynningarfund með íbúum og landeigendum Álftavers í síðustu viku. Meðal þeirra sem sátu fundinn var Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, en hann er bóndi á Herjólfssstöðum í Álftaveri. Jóhannes kveðst ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð meðal nágranna sinna og segir að það hljóti að teljast jákvætt að fá hundrað til tvöhundruð ný störf inn á svæðið. Svona er möguleg útfærsla geymslusvæðis sýnd við ströndina.Efla/EP Power Minerals Iceland Sjálfur kveðst Jóhannes ekki sjá neitt annað en jákvætt við þessi áform. Þarna geti ræst gömul hugsjón Skaftfellinga um útflutning og verðmætasköpun úr framburði Kötluhlaupa, vikri Mýrdalssands. Þá kveðst hann ekki sjá að þetta skaði aðra starfsemi á svæðinu, eins og landbúnað eða ferðaþjónustu, en bryggjan yrðu um átta kílómetra frá næstu sveitabæjum í Álftaveri. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri EP Power Minerals Iceland.Vísir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri EP Power Minerals Iceland, segir þetta verkefni upp á tugi milljarða króna. Hann áætlar að framkvæmdir gætu hafist í fyrsta lagi eftir tvö ár og að það þyrfti þrjú sumur til að reisa mannvirkin. Hér í frétt Stöðvar 2 má átta sig betur á staðháttum:
Skaftárhreppur Skipulag Mýrdalshreppur Katla Jarðakaup útlendinga Skipaflutningar Tengdar fréttir Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. 17. ágúst 2022 13:31 Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum. 17. ágúst 2022 09:58 Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. 1. desember 2020 19:23 Hafnar fullyrðingum eigenda Hjörleifshöfða sem var ekki í hæsta forgangi Forsætisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við eigendur Hjörleifshöfða vegna sölu á jörðinni. Ekki hafi náðst samkomulag um verð. 24. nóvember 2020 13:26 Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. 23. nóvember 2020 17:40 Mest lesið Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Innlent Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Innlent Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Innlent Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Innlent Ekki skárra fyrir 35 árum Innlent Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Erlent Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Innlent Fleiri fréttir Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjá meira
Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. 17. ágúst 2022 13:31
Enginn spenntur fyrir umfangsmiklum vikurflutningum um þjóðveginn Þungaflutningar yrðu mun tíðari um Suðurlandsveginn ef áform þýsks fyrirtækis ganga eftir. Vörubíll mun keyra í gegn um helstu bæi svæðisins á kortersfresti. Sveitarfélögum á svæðinu líst ekki á blikuna og setja sig upp á móti flutningunum. 17. ágúst 2022 09:58
Vísar ábyrgðinni á hendur Alþingi Það er vitleysa að „mylja eigi niður Hjörleifshöfðann fyrir námuvinnslu“. Þetta segir Einar Freyr Elínarson, oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps, í færslu sem hann birti á Facebook fyrir stundu. 1. desember 2020 19:23
Hafnar fullyrðingum eigenda Hjörleifshöfða sem var ekki í hæsta forgangi Forsætisráðherra segir að ráðuneytið hafi verið í samskiptum við eigendur Hjörleifshöfða vegna sölu á jörðinni. Ekki hafi náðst samkomulag um verð. 24. nóvember 2020 13:26
Segir Katrínu ekki hafa svarað svo Hjörleifshöfði var seldur Þjóðverjum Tólf árum eftir að félagar í Mýrdalshreppi byrjuðu að láta sig dreyma um að hafa eitthvað upp úr því að vinna sand í hreppnum er komin verulega hreyfing á hlutina. 23. nóvember 2020 17:40