Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 22. mars 2025 16:30 Njarðvíkingar hefja bikarinn á loft. vísir/ernir Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins. Grindavík tók uppkastið og geystist af stað í fyrstu sókn leiksins. Það mátti sjá á upphafsmínútum að taugarnar voru aðeins þandari en venjulega. Bæði lið voru klikka á vítum og það mátti strax sjá að mikilvægi leiksins spilaði stórt hlutverk. Það var allt í járnum í fyrsta leikhluta þar sem bæði lið skiptust á því að leiða leikinn. Grindavík komst mest í sjö stiga forskot snemma en Njarðvík vann sig vel aftur í leikinn. Það var allt jafnt 21-21 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvík byrjaði annan leikhlutann af krafti þegar þær settu tóninn með laglegu þriggja stiga skoti. Þetta gaf Njarðvíkurliðinu mikið og þær fóru hægt og rólega að taka öll völd. Grindavík átti fá svör við því sem Njarðvík var að gera lengst af leikhlutann. Allar aðgerðir Grindavíkur virkuðu þungar og erfiðar framan af en batnaði þó eftir því sem leið á. Njarðvík náði mest tíu stiga forskoti um miðjan leikhlutann og fóru með átta stiga forskot í hálfleik 42-34. Njarðvík byrjaði þriðja leikhlutann ekki ósvipað og þær enduði fyrri hálfleikinn. Þær voru með yfirhöndina lengst um og náðu þrettán stiga forskoti áður en Grindavík hrökk í gang. Grindavík endaði þriðja leikhlutann stórkostlega. Þegar öll von virtist vera fjara undan þá náðu þær frábæru áhlaupi og minnkuðu muninn niður í aðeins tvö stig þegar þriðji leikhlutinn var úti 61-59. Fjórði leikhlutinn var mjög jafn en það var þó lið Njarðvíkur sem náði að taka skrefið fram úr. Njarðvík setti gríðarlega mikilvægan þrist þegar lítið var eftir og Grindavík náði ekki að svara. Í miklum baráttu leik var það Njarðvík sem á endanum hafði betur með sjö stigum 81-74. Atvik leiksins Emile Hesseldal setti gríðarlega mikilvægan þrist fyrir Njarðvík sem kom þeim í fimm stiga fjarlægð alveg undir restina. Maður fann strax hvað það létti mikið á liðinu og um leið dró svolítið úr Grindavík sem náði ekki að svara. Emile Hesseldal átti góðan leik og var mikilvæg undir lok leiksins.vísir/ernir Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var með þrefalda tvennu. Setti 31 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Var valinn MVP leiksins og það réttilega. Verð samt að gefa Emile Hesseldal „shout“ hérna líka fyrir þennan þrist sem var líklega sá mikilvægasti í leiknum. Paulina Hersler var þá einnig öflug undir körfunni hjá Njarðvík og var með 25 stig. Hjá Grindavík var Hulda Björk Ólafsdóttir líflegust ásamt Daisha Bradford. Dómararnir Að mínu mati var tríóið í dag bara þokkalegt. Eins og gengur og gerist þá eru köll hér og þar sem hægt er að setja spurningarmerki við en heilt yfir þá komust þeir að mínu viti bara vel frá sínu. Stemingin og umgjörð Eins og við mátti búast þá var gríðarleg stemning þegar þessi nágrannalið mætast og hvað þá í úrslitum Vís bikarsins. Umgjörð beggja liða var til fyrirmyndar og létu báðar stuðningsmannasveitir vel í sér heyra. Viðtöl Einar Árni: Draumar geta ræst Einar Árni Jóhannsson hefur bæði gert karla- og kvennalið Njarðvíkur að bikarmeisturum.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Tryllt og geggjað. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í dag. „Við erum búnar að lenda í mörgum svona leikjum í vetur og það væri asnalegt í þessari fögru íþrótt ef einhverjir úrslitaleikir væru auðveldir. Grindavíkurliðið var bara feyki öflugt og kom sterkt til baka í þriðja eftir að við vorum komnar 12-14 upp en ég er hrikalega ánægður með stelpurnar að koma til baka og klára þennan hrikalega dýrmæta sigur fyrir okkur,“ sagði Einar Árni. Emilie Hesseldal setti óneitanlega mikilvægasta skot leiksins undir restina þegar hún negldi niður þrist sem gaf Njarðvík andrýmið til að klára svo leikinn. „Ég ætla ekkert að neita því að það var mikill léttir. Tvö stig, það getur allt gerst í þannig stöðu en hún læsir þessu fyrir okkur og átti frábæran leik eins og liðið allt,“ sagði Einar Árni. Það má búast við því að það verði fagnað vel í Njarðvík í kvöld og mögulega er þetta byrjun á einhverju stærra í Njarðvík. „Þú mátt bóka það. Draumar geta ræst og ég veit að stelpurnar eiga fullt af fallegum og flottum draumum. Við komum hingað í dag með það fyrir augum að við ætluðum að skapa minningar sem að við munum aldrei gleyma og við gerðum það. Hver veit nema framhaldið gæti haft eitthvað í vændum,“ sagði Einar Árni að lokum. „Gerum vel í eiginlega öllu nema að vinna“ Þorleifur Ólafsson talar við sínar stúlkur.vísir/ernir „Svekkjandi en stoltur af liðinu mínu. Við gerum vel í eiginlega öllu nema að vinna þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir tapið í dag. Grindavík hrökk í gang um miðjan þriðja leikhluta og var nálægt því að snúa leiknum sér í hag. „Við förum að hitta. Við vorum að búa okkur til fullt af flottum færum en vorum ekki að hitta meðan Njarðvík var að gera það. Það er í svona fljótu bragði eini munurinn.“ Það er stutt á milli í þessu og sagði Þorleifur eina muninn vera að Njarðvík hitti á meðan Grindavík gerði það ekki. „Þær hittu og við ekki. Það er málið. Emilie setti einhvern þrist hérna á toppnum en ef hún hefði klikkað þá værum við tveimur stigum undir og hefðum við neglt einu í smettið á þeim og verið komnar yfir. Það er bara mjög stutt á milli.“ Þrátt fyrir svekkjandi tap í dag er ýmislegt gott hægt að taka úr þessum leik fyrir Grindavík. „Við þurfum bara að gera það. Ef við töpum næsta leik þá erum við komnar í sumarfrí. Við þurfum að gjöra svo vel að græja okkur í næsta leik og klára það dæmi,“ sagði Þorleifur að lokum. VÍS-bikarinn UMF Njarðvík UMF Grindavík
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins. Grindavík tók uppkastið og geystist af stað í fyrstu sókn leiksins. Það mátti sjá á upphafsmínútum að taugarnar voru aðeins þandari en venjulega. Bæði lið voru klikka á vítum og það mátti strax sjá að mikilvægi leiksins spilaði stórt hlutverk. Það var allt í járnum í fyrsta leikhluta þar sem bæði lið skiptust á því að leiða leikinn. Grindavík komst mest í sjö stiga forskot snemma en Njarðvík vann sig vel aftur í leikinn. Það var allt jafnt 21-21 eftir fyrsta leikhluta. Njarðvík byrjaði annan leikhlutann af krafti þegar þær settu tóninn með laglegu þriggja stiga skoti. Þetta gaf Njarðvíkurliðinu mikið og þær fóru hægt og rólega að taka öll völd. Grindavík átti fá svör við því sem Njarðvík var að gera lengst af leikhlutann. Allar aðgerðir Grindavíkur virkuðu þungar og erfiðar framan af en batnaði þó eftir því sem leið á. Njarðvík náði mest tíu stiga forskoti um miðjan leikhlutann og fóru með átta stiga forskot í hálfleik 42-34. Njarðvík byrjaði þriðja leikhlutann ekki ósvipað og þær enduði fyrri hálfleikinn. Þær voru með yfirhöndina lengst um og náðu þrettán stiga forskoti áður en Grindavík hrökk í gang. Grindavík endaði þriðja leikhlutann stórkostlega. Þegar öll von virtist vera fjara undan þá náðu þær frábæru áhlaupi og minnkuðu muninn niður í aðeins tvö stig þegar þriðji leikhlutinn var úti 61-59. Fjórði leikhlutinn var mjög jafn en það var þó lið Njarðvíkur sem náði að taka skrefið fram úr. Njarðvík setti gríðarlega mikilvægan þrist þegar lítið var eftir og Grindavík náði ekki að svara. Í miklum baráttu leik var það Njarðvík sem á endanum hafði betur með sjö stigum 81-74. Atvik leiksins Emile Hesseldal setti gríðarlega mikilvægan þrist fyrir Njarðvík sem kom þeim í fimm stiga fjarlægð alveg undir restina. Maður fann strax hvað það létti mikið á liðinu og um leið dró svolítið úr Grindavík sem náði ekki að svara. Emile Hesseldal átti góðan leik og var mikilvæg undir lok leiksins.vísir/ernir Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins var með þrefalda tvennu. Setti 31 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Var valinn MVP leiksins og það réttilega. Verð samt að gefa Emile Hesseldal „shout“ hérna líka fyrir þennan þrist sem var líklega sá mikilvægasti í leiknum. Paulina Hersler var þá einnig öflug undir körfunni hjá Njarðvík og var með 25 stig. Hjá Grindavík var Hulda Björk Ólafsdóttir líflegust ásamt Daisha Bradford. Dómararnir Að mínu mati var tríóið í dag bara þokkalegt. Eins og gengur og gerist þá eru köll hér og þar sem hægt er að setja spurningarmerki við en heilt yfir þá komust þeir að mínu viti bara vel frá sínu. Stemingin og umgjörð Eins og við mátti búast þá var gríðarleg stemning þegar þessi nágrannalið mætast og hvað þá í úrslitum Vís bikarsins. Umgjörð beggja liða var til fyrirmyndar og létu báðar stuðningsmannasveitir vel í sér heyra. Viðtöl Einar Árni: Draumar geta ræst Einar Árni Jóhannsson hefur bæði gert karla- og kvennalið Njarðvíkur að bikarmeisturum.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Tryllt og geggjað. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í dag. „Við erum búnar að lenda í mörgum svona leikjum í vetur og það væri asnalegt í þessari fögru íþrótt ef einhverjir úrslitaleikir væru auðveldir. Grindavíkurliðið var bara feyki öflugt og kom sterkt til baka í þriðja eftir að við vorum komnar 12-14 upp en ég er hrikalega ánægður með stelpurnar að koma til baka og klára þennan hrikalega dýrmæta sigur fyrir okkur,“ sagði Einar Árni. Emilie Hesseldal setti óneitanlega mikilvægasta skot leiksins undir restina þegar hún negldi niður þrist sem gaf Njarðvík andrýmið til að klára svo leikinn. „Ég ætla ekkert að neita því að það var mikill léttir. Tvö stig, það getur allt gerst í þannig stöðu en hún læsir þessu fyrir okkur og átti frábæran leik eins og liðið allt,“ sagði Einar Árni. Það má búast við því að það verði fagnað vel í Njarðvík í kvöld og mögulega er þetta byrjun á einhverju stærra í Njarðvík. „Þú mátt bóka það. Draumar geta ræst og ég veit að stelpurnar eiga fullt af fallegum og flottum draumum. Við komum hingað í dag með það fyrir augum að við ætluðum að skapa minningar sem að við munum aldrei gleyma og við gerðum það. Hver veit nema framhaldið gæti haft eitthvað í vændum,“ sagði Einar Árni að lokum. „Gerum vel í eiginlega öllu nema að vinna“ Þorleifur Ólafsson talar við sínar stúlkur.vísir/ernir „Svekkjandi en stoltur af liðinu mínu. Við gerum vel í eiginlega öllu nema að vinna þetta,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir tapið í dag. Grindavík hrökk í gang um miðjan þriðja leikhluta og var nálægt því að snúa leiknum sér í hag. „Við förum að hitta. Við vorum að búa okkur til fullt af flottum færum en vorum ekki að hitta meðan Njarðvík var að gera það. Það er í svona fljótu bragði eini munurinn.“ Það er stutt á milli í þessu og sagði Þorleifur eina muninn vera að Njarðvík hitti á meðan Grindavík gerði það ekki. „Þær hittu og við ekki. Það er málið. Emilie setti einhvern þrist hérna á toppnum en ef hún hefði klikkað þá værum við tveimur stigum undir og hefðum við neglt einu í smettið á þeim og verið komnar yfir. Það er bara mjög stutt á milli.“ Þrátt fyrir svekkjandi tap í dag er ýmislegt gott hægt að taka úr þessum leik fyrir Grindavík. „Við þurfum bara að gera það. Ef við töpum næsta leik þá erum við komnar í sumarfrí. Við þurfum að gjöra svo vel að græja okkur í næsta leik og klára það dæmi,“ sagði Þorleifur að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit