Innlent

Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og elds­neyti

Jón Þór Stefánsson og Jón Ísak Ragnarsson skrifa
Slökkvistarf er í gangi.
Slökkvistarf er í gangi. Vísir/Lýður

Slökkviliðinu gengur vel að ráða niðurlögum elds á svæði Hringrásar í Hellnahverfinu í Hafnarfirði. Mikinn reyk lagði yfir Hafnarfjörð vegna eldsins.

Ásgeir Valur, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að þeim hafi borist tilkynning um málið þegar klukkan var nýslegin níu. 

Vísir/Lýður

„Þetta lítur bara ágætlega út hjá þeim. Þeir eru ennþá að dæla froðu á þetta,“ segir Ásgeir.

„Svo virðist sem að þetta hafi verið nokkur ker, sem innihéldu afgangsvökva, olíu og eldsneyti af einhverjum bílum sem eru geymdir þarna,“ segir hann, en uppruni eldsins virðist hafa eitthvað með þau að gera.

Vísir/Lýður

Eldurinn er utandyra, og að svo stöddu er talið að ekkert sem hefur ekki þegar orðið fyrir skemmdum sé í hættu.

Slökkviliðið nýtir nú stórar vinnuvélar sem eru á svæðinu til þess að komast betur að eldinum.

„Hann virðist krauma eitthvað þarna, undir niðri.“

Vísir/Lýður
Vísir/Lýður

Fréttin hefur verið uppfærð reglulega frá birtingu. Síðast klukkan 10:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×