„Þetta er afnotagjald“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 12:37 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra kynntu tillögu að lagabreytingar á veiðigjöldum fyrr í vikunni. „Jú, það er auðvitað ekki við öðru að búast. Þegar að gjöld eru hækkuð þá kvarta þeir sem gjaldið fellur á,“ segir Daði Már. „Það gera sér allir grein fyrir því að hækkun veiðigjalda þýðir að þjóðin fær hlutdeild í þeim hagnaði, stærri hlutdeild, og þá er minni hlutdeild til þeirra sem eiga aflaheimildir eru auðvitað ekki frábærar fréttir fyrir þá sem eiga aflaheimildir.“ Hugtakanotkun ráðherra var meðal annars gagnrýnd af Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins í viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér er verið að nota orðagjálfur eins og leiðréttingu um stórfelldar skattahækkanir á eina mikilvægustu atvinnugreinina sem að íslenskt samfélag á,“ sagði Hildur. Daði Már lítur ekki svo á að um sé að ræða skattlagningu. „Ég lít ekki þannig á, skattar eru venjulega reiknaðir á grundvelli afkomu einstaklinga. Veiðigjaldið er reiknað á grundvelli meðalafkomu allrar útgerðar,“ segir hann. „Hann er ekki reiknaður á grundvelli afkomu einstakra útgerða heldur á grundvelli meðalafkomu og eins og ég segi lögin eru alveg skýr hvað þetta varðar. Þannig að þetta er afnotagjald.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu einnig breytinguna í tilkynningu. Þar segir að breytingin muni leiða til þess að fiskur verði fluttur í meira mæli úr landi til erlendra fiskvinnsla í stað þess að vinna fiskinn hérlendis. Daði Már segir það ekki til skoðunar að setja upp einhvers konar útfærslu á vinnsluskyldu. Í viðtali fyrr í vikunni sagði hann þær staðhæfingar að aflinn yrði frekar verkaður í meira mæli erlendis byggðar á misskilningi. Þrátt fyrir mikla gagnrýni frá kvótaeigendum hefur ráðherrunum einnig verið hrósað fyrir tillöguna. Til að mynda fékk Hanna Katrín mikið hrós fyrir framgöngu sína í Kastljósi á Rúv.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Tengdar fréttir „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11 Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15 „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00 Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 26. mars 2025 09:11
Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign. 25. mars 2025 20:15
„Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Atvinnuvegaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu í dag drög að lagabreytingum á lögum um veiðigjöld. Gagnrýni barst áður en frumvörpin voru kynnt en fjármálaráðherra segir hana vera langsótta. Samkvæmt greiningu ráðuneytanna sé ljóst að veiðigjöldin hafi átt að vera mun hærri. 25. mars 2025 17:00