Frá þessu greinir Lögreglan á Suðurlandi í færslu á Facebook. Fyrr í dag hafði verið greint frá því að Suðurlandsvegi hefði verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Veginum var lokað í tæpar fjórar klukustundir og engin hjáleið var fram hjá slysstað. Vegurinn var opnaður á ný klukkan 16:28 en áfram er varað við grjóthruni á svæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.
Ökumaðurinn klemmdist inni
Í færslunni segir að stórt grjót hafi lent á bílnum þegar honum var ekið í austurátt. Tikynning um slysið hafi borist til viðbragðsaðila klukkan 12:42. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi ökumaður bifreiðarinnar, erlend kona, enn þá verið klemmd föst inni í henni og hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Hinir farþegarnir, einnig erlendar konur, hafi sloppið með minniháttar áverka og verið fluttar á sjúkrahús til frekari skoðunar.
Fimmta banaslysið
Um er að ræða fimmta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Þar af urðu þrjú banaslys einu og sömu helgina, aðra helgina í mars.
Fréttin hefur verið uppfærð.