Jaguar Land Rover Automotive, einn stærsti bílaframleiðandi Bretlands, greindi frá tímabundnu hléinu í yfirlýsingu í dag.
„Bandaríkin eru mikilvægur markaður fyrir lúxusvörumerki HLR. Eftir því sem við vinnum að því að bregðast við nýjum verslunarskilmálum viðskiptafélaga okkar, munum við grípa til skammtímaaðgerða sem fela í sér sendingarhlé í apríl meðan við vinnum að langtímaáætlunum,“ sagði í yfirlýsingunni.
Högg fyrir iðnað í veseni
Greinendur telja aðra breska bílaframleiðendur munu fylgja í kjölfarið eftir því sem hærri tollar auka pressuna á bílaiðnaðinn sem er þegar að berjast við minnkandi eftirspurn og þörf á endurskipulagningu vegna rafbílavæðingar.
Framleiðsla bíla í Bretlandi minnkaði um 13,9 prósent í fyrra, eða tæplega 780 þúsund bíla. Rúmlega 77 prósent breskra bíla fara í útflutning.
„Iðnaðurinn er þegar að glíma við mikinn mótvind og þessi tilkynning kemur á versta mögulega tímapunkti,“ sagði Mike Hawes, forstjóri SMMT, samtaka breskra bílaframleiðenda og söluaðila.