Þá fjöllum við um karp á Alþingi en ríkisstjórnarflokkarnir saka stjórnarandstöðuna um málþóf í mörgum málum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að lykilmál ríkistjórnarinnar komist í gegn fyrir páska.
Þá fjöllum við áfram um mögulegar náttúruhamfarir á höfuðborgarsvæðinu en fagstjóri hjá Veðurstofunni segir að vöktunarkerfi hafi verið stórbætt frá því gos hófust á Reykjanesi.
Í íþróttafréttum dagsins er svo handboltalandsliðsleikurinn gegn Ísrael sem fram fer fyrir luktum dyrum sem verður til umfjöllunar.