Fjallað verður um hugtakið, hvað það þýðir og hvað felst í því í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir þáttarins verða Alexandra Briem borgarfulltrúi, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjórnandi.
Hugtakið hefur verið milli tannanna á fólki í þónokkurn tíma og verið áberandi, sér í lagi í pólitískri umræðu vestanhafs. Donald Trump Bandaríkjaforseti og stuðningsmenn hans á hægri vængnum hafa úthúðað „woke-ismanum“ og kennt hugmyndafræðinni um allt illt en hún á rætur sínar að rekja í jafnréttisbaráttu svartra Bandaríkjamanna.
Svo virðist sem hugtakið sé nú orðið regnhlífarhugtak yfir jafnrétti kynja, réttindi hinsegin fólks og umhverfisaðgerðir, svo fátt eitt sé nefnt.