Innlent

Varnar­garðar við borgina, mót­mælt við lands­leik og nýr sumarsmellur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa fullan skilning á stöðu Íslands í tollastríði segir forsætisráðherra. Hún fékk þó engar tryggingar fyrir því að mögulegar gagnaðgerðir sambandsins gagnvart tollum Bandaríkjanna muni ekki hafa áhrif á Ísland á fundum sínum í Brussel í dag. Við ræðum við Kristrúnu Frostadóttur í kvöldfréttum.

Stjórnarandstaðan er sögð standa fyrir málþófi á þinginu til þess að hindra að mál komist til nefnda fyrir páska. Við verðum í beinni frá Alþingi og ræðum við þingmenn. Þá verðum við einnig í beinni frá Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem mótmælendur ætla að koma saman fyrir áhorfendalausan leik Íslands gegn Ísrael. Auk þess verðum við í Hörpu þar sem Reykjavíkurskákmótið fer nú fram og teflt er til minningar um stórmeistarann Friðrik Ólafsson.

Í Íslandi í dag fer Ása Ninna á stúfana og skoðar hvort til sé hin eina sanna uppskrift að góðum sumarsmelli, ræðir við álitsgjafa og gerir atlögu að sumarlagi með VÆB-bræðrum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 9. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×