Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fékk ekkert að spila í kvöld.
Albert Guðmundsson fékk ekkert að spila í kvöld. EPA-EFE/CLAUDIO GIOVANNINI

Fiorentina vann þá 2-1 sigur á slóveneska liðinu Celje og er í góðum málum í baráttunni um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Albert var á bekknum og kom ekkert við sögu í leiknum.

Luca Ranieri kom Fiorentina í 1-0 á 27. mínútu og Rolando Mandragora bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 62. mínútu.

Celje náði að minnka muninn á 68. mínútu og í raun halda sér inni í einvíginu með því. Logan Delaurier-Chaubet skoraði markið úr vítaspyrnu.

Tveir leikmenn Fiorentina, þeir Matias Moreno og Nicolo Zaniolo, nældu sér í gult spjald sem þýðir leikbann í seinni leiknum.

Real Betis vann 2-0 heimsigur á pólska liðinu Jagiellonia Bialystok og Rapid Vín vann 1-0 útisigur á sænska liðinu Djurgården.

Cédric Bakambu og Jesus Rodriguez skoruðu mörk Betis liðsins í fyrri hálfeiknum.

Eina mark austurríska liðsins var sjálfsmark Hampus Finndell, leikmanni Djurgården.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira