Innlent

Fleiri en ein hóp­nauðgun til rann­sóknar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fleiri en eina hópnauðgun til rannsóknar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fleiri en eina hópnauðgun til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 

Þetta staðfestir Bylgja Hrönn Baldursdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki geta sagt til um nákvæman fjölda slíkra mála sem séu til rannsóknar. 

„Ég get ekki sagt hvað þau eru mörg sökum rannsóknarhagsmuna en ég get sagt að það er fleira en eitt [hópnauðgunarmál] til rannsóknar,“ segir Bylgja Hrönn. 

Greint var frá því um helgina að þrír hafi verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum og að þeir hafi sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Bylgja segir einn þeirra í farbanni og rannsókn miði ágætlega.


Tengdar fréttir

Grunur um hópnauðgun í Reykja­vík

Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×