Samfélagið á sögulega erfiðum stað Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. apríl 2025 19:00 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. vísir/Lýður Valberg Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“ Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem kom út á fimmtudaginn segir að hryðjuverkaógn á Íslandi hafi aukist lítillega á milli ára. Helsta ógnin stafi frá ofbeldissinnuðum einstaklingum sem sæki hvatningu í hægri öfga, mest ungir karlmenn. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir áhættuþættina oft þá sömu. „Einhvers konar félagsleg einangrun. Þetta er ungt fólk sem upplifir sig kannski jaðarsett meðal sinna jafningja. Jafnvel orðið fyrir einelti og er því að leita í að tilheyra einhvers konar hópi. Svona ofbeldisfull öfgahyggja verður líka oft til í kjölfar áfalla.“ „Um leið og það er orðið samfélag, þá er það orðið samtök“ Lögreglan hafi vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á spjallsíðum, hópum og öðrum miðlum þar sem hvatt sé til hryðjuverka. Margrét segir algrím á samfélagsmiðlum og upplýsingaóreiðu þar sem gervigreind á í hlut leiða ungmenni í síauknu mæli á braut ofbeldis. „Það er ekki bara erfitt fyrir ungt fólk heldur fyrir okkur öll að greina upplýsingar á netinu að greina hvað er rétt og hvað er rangt. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á okkur. Þó að það sé jákvætt að það séu ekki hryðjuverkasamtök á íslandi. En þegar það verður til samfélag fólks sem upplifir sig eitt. Þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi. Bara um leið og það er orðið samfélag þá er það orðið samtök.“ Þurfi að efla gagnrýna hugsun ungmenna Markvissar forvarnir fyrir ungt fólk geti skipt sköpum. Jafnvel eigi að innleiða það í námskerfið. „Það þurfi að einblína á stafræna hæfni. Að fólk kunni að lesa sér til. Hvað eru áreiðanlegar upplýsingar og hvað ekki og kunni að greina frá réttu og röngu. Og gagnrýnin hugsun. Það hefur líka verið lögð áhersla á það. En einnig félagsfærni. Hvernig áttu í samskiptum við einhvern sem er með ólíkar skoðanir eða er öðruvísi en þú. Við erum auðvitað á erfiðum stað, sögulega. Ég held að við séum á svolítið erfiðum stað. Það er mikil ólga. Það er rosalega mikil skautun í samfélaginu.“
Lögreglan Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Sjá meira
Umfangsmikil aðgerð Europol: Netþjónar á Íslandi hýstu hryðjuverkaáróður Ríkislögreglustjóri og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í tveimur umfangsmiklum aðgerðum á vegum Europol í vikunni gegn dreifingu og stýringu hryðjuverka. Teknir voru niður netþjónar í Þýskalandi, Hollandi, Bandaríkjunum og á Íslandi. Spænsk yfirvöld handtóku níu einstaklinga í aðgerðunum. 14. júní 2024 13:28