Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups en Ríkisútvarpið greinir frá. Þar kemur einnig fram að karlar séu frekar fylgjandi því að stofnaður verði her, um 20 prósent þeirra á móti aðeins átta prósentum kvenna.
Nokkurn mun má sjá á afstöðu fólks til stofnun íslensks hers eftir því hvaða stjórnmálaflokk það segist helst mundu kjósa.
Af þeim sem sögðust helst mundu kjósa Miðflokkinn eru um 24 prósent hlynnt stofnun hers en kjósendur Sósíalistaflokksins eru flestir andvígir stofnun hers eða um 94 prósent.
Könnunin var gerð 21. mars til fyrsta apríl.