Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 13:18 Drífa Snædal er talskona Stígamóta. Vísir/Egill Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu. Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Það sem af er ári hafa sex kynferðisbrotamál þar sem gerendur eru tveir eða fleiri komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu á þessum hópnauðganamálum, en í fyrra var tilkynnt um tíu slíkar. Árið þar áður voru þær sex á öllu landinu. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir mörg málanna ekki tilkynnt til lögreglu, og einnig sum sem koma aldrei á yfirborðið. „Það er sérstakt áhyggjuefni að kerfið virðist ekki grípa það fólk, þá sérstaklega þær konur, sem verða fyrir ofbeldisglæpum. Það er einhvernveginn ekki hannað til þess. Það er skortur á trausti til þess að fá réttlæti í gegnum kerfið. Það er sjálfstætt vandamál og eitthvað sem við erum að reyna að vera í samtali við kerfið um, hvernig við getum byggt upp vinnubrögð og traust sem verða til þess að fólk geti sótt réttlæti í gegnum kerfið,“ segir Drífa. Það sé stórt skref að fara af stað í kæruferli. „Kæruferlið getur tekið mjög mikið á. Fyrstu viðbrögð eru því miður oft þannig að þú viljir gleyma þessu og ætlir að komast í gegnum þetta. Bíta á jaxlinn. Síðan kemur í ljós kannski seinna að þetta sé aðeins flóknara,“ segir Drífa. Hópnauðganir, líkt og önnur kynferðisbrot, hafa gríðarleg áhrif á brotaþola. „Það er skömm, vanmáttarkennd, kvíði. Við höfum listað afleiðingarnar í gegnum árin. Þetta er alltaf eins. Sjálfsásakanir, brýtur niður sjálfstraust og hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði. Þetta getur haft varanlegar afleiðingar á samskipti við annað fólk, varanleg áhrif á traust,“ segir Drífa. Hún segir áhyggjuefni ef málunum fer fjölgandi. „Það er kannski ágætt að við förum að gera okkur grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar kynferðisbrot hafa,“ segir Drífa.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Kynbundið ofbeldi Dómstólar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira