Sport

KA Ís­lands­meistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarar 2025.
Íslandsmeistarar 2025. KA

KA er Íslandsmeistari kvenna í blaki. Það þýðir að liðið stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari ásamt því að hafa orðið deildarmeistari og meistarar meistaranna fyrr á leiktíðinni.

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Völsungi í úrslitum Unbroken-deilddarinnar í kvöld. KA vann alla þrjá leiki liðanna í úrslitum. Fyrstu tveir leikir einvígisins enduðu með öruggum 3-0 sigri KA sem vann níu af tíu hrinum í leikjunum þremur.

KA byrjaði vel í kvöld en Völsungur jafnaði metin í næstu hrinu. Var það skammgóður vermir þar sem KA sýndi enga miskunn í kjölfarið, vann næstu tvær hrinur leiksins og tryggði sér sannfærandi sigur. KA því óumdeilanlega besta lið landsins eins og staðan er í dag.

Bikar, í fleirtölu, á loft.KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×