Innlent

Fangelsin sprungin og skoðunar­ferð um her­skip

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Formaður Félags fangavarða segir fangelsin vera sprungin og full af fólki sem þar eigi ekki heima. Þar sé meðal annars fólk sem á að vísa úr landi og fólk með alvarlegar geðraskanir. Hann segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fréttamaður okkar Bjarki Sigurðsson fékk að skoða herskip, á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem liggur nú við höfn í Reykjavík. Tilefnið er kafbátaleitaræfing eftir helgi.

Unnið er að viðgerðum á húsi í Vogahverfi í Reykjavík sem er einungis sex ára gamalt. Ástæðan er leki en dæmi eru um fleiri slík fjölbýlishús. Formaður Meistarafélags húsasmíða segir græðgi um að kenna.

Við heimsækjum Reykjadal, þar sem verið er að safna fyrir endurbótum á sundlauginni. Og við verðum í beinni frá Hörpu þar sem Stórsveit Reykjavíkur tekur á móti söngkonunum Bríeti og GDRN í kvöld.

Í sportpakkanum verður farið yfir leikmannahópinn fyrir komandi verkefni í undankeppni EM karla í handbolta. Þjálfarinn ætlar að prófa nýja hluti.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukka hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 25. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×