Innlent

Þrettán gistu fanga­geymslur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
110 mál eða verkefni voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu þrettán manns fangageymslur. 
110 mál eða verkefni voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls gistu þrettán manns fangageymslur.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra eftir að einstaklingur var rændur í miðborginni í nótt. Tveir af þeim voru undir lögaldri.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þeir sem ekki voru undir lögaldri hafi verið vistaðir í fangaklefa. Barnavernd hafi verið kölluð til og tekið ákvörðun um framhaldið vegna unglinganna. 

Þá segir að lögregla hafi verið með gott eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Sex ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um slík brot í gærkvöldi og í nótt. 

Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í Neðra-Breðiholti. Fram kemur að tveir séu grunaðir en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. 

Loks segir að lögregla hafi sinnt nokkrum ölvunartengdum útköllum víða um höfuðborgarsvæðið. Í miðborginni var maður handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann gistir nú í fangaklefa en í dagbókinni segir að lögregla hafi þurft að hafa ítrekuð afskipti af honum yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×