Innlent

Kryfja mál Ást­hildar Lóu fyrir opnum tjöldum

Árni Sæberg skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Samsett

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur opinn fund á miðvikudaginn til að fjalla um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Í fréttatilkynningu frá Alþingi segir að gestur nefndarinnar á fundinum verði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. 

Fundurinn muni hefjast klukkan 9:00 í Smiðju, Tjarnargötu 9. Fundurinn verði opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verði frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis. Þá verður sýnt frá fundinum hér á Vísi.


Tengdar fréttir

„Tengda­mömmumálið“ komið til Persónu­verndar

Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra.

Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest.

Segist af­hjúpa sann­leikann í „tengda­mömmumálinu“

Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér.

Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×