Erlent

Tólf bandarískir sjóliðar slasaðir eftir árekstur við óþekktan hlut

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
USS Connecticut við sjópróf árið 2016.
USS Connecticut við sjópróf árið 2016. U.S. Navy

Að minnsta kosti tólf bandarískir sjóliðar eru slasaðir eftir að kjarnorkukafbáturinn USS Connecticut rakst á óútskýrðan hlut í grennd við Suður Kínahaf á laugardaginn var.

Enginn þeirra slasaðist alvarlega en atvikið er talið alvarlegt, ekki síst í ljósi deilna um svæðið. 

Kínverjar hafa verið að gera sig æ meira gildandi á Suður-Kínahafi og hafa þjóðir í nágrenninu kvartað undan framferði þeirra ítrekað.

Bandaríkjamenn, sem hingað til hafa verið helsta herveldið á svæðinu, hafa tekið undir þá gagnrýni. 

Kafbáturinn var á leiðinni til Gvam, sem lýtur stjórn Bandaríkjanna, þegar áreksturinn varð. 

Kjarnaofn kafbátsins varð ekki fyrir skemmdum og er báturinn enn í siglingahæfu ástandi en verið er að meta skemmdirnar að sögn varnarmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×