Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 26. janúar 2025 13:45 Trump svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“. Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Trumps þegar hann ræddi við blaðamenn í forsetaflugvél sinni Airforce 1 í gær. Þá bætti hann við að allir 57 þúsund íbúar eyjarinnar vildu verða hluti af Bandaríkjunum, sem virðist reyndar ekki vera almenn skoðun grænlensku þjóðarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, sem og stjórnvöld á Grænlandi, hafa jafnframt lýst því yfir á síðustu vikum að Grænlands sé ekki til sölu. Trump fór mikinn í samtali við fréttamenn um borð í flugvélinni. Hann gaf jafnramt til kynna að hann vildi koma af stað fjöldabrottflutningi Palestínumanna frá Gasa. Jórdanía, Egyptaland og aðrar arabaþjóðir þyrftu að taka við fleiri flóttamönnum af svæðinu. Trump sagði að um væri að ræða um eina og hálfa milljón manns og að raunar væri réttast að „ráðast í allsherjarhreinsun“ á Gasa, eins og hann orðaði það. Sendir tonna sprengjur til Ísraels Þá hrósaði hann jórdönskum yfirvöldum fyrir hve mörgum íbúum á Gasa þau hafa tekið á móti en sagðist hafa beint eftirfarandi tilmælum til Jórdaníukonungs: „Mér þætti vænt um það ef þið tækjuð á móti fleirum, vegna þess að Gasaströndin núna er öll í óreiðu,“ sagði Að auki sagðist Trump hafa fyrirskipað flutning á sprengjum til Ísraels sem en sprengjurnar vega tæpt tonn. Joe Biden, forveri hans, hafði ákveðið að fresta því að senda sprengjurnar áleiðis. Vopnahlé Ísraels og Hamas á Gasa hefur staðið yfir í viku og mun að óbreyttu enda með stríðslokum. „Þeir hafa beðið eftir þeim í langan tíma,“ sagði Trump um sprengjurnar. Aðspurður hvers vegna sprengjurnar hefðu verið sendar til Ísraels svaraði hann: „Vegna þess að þeir keyptu þær“.
Donald Trump Ísrael Jórdanía Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Grænland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira