Baráttukveðjur 1. maí! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2020 07:00 Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár höldum við hátíðlegan 1.maí alþjóðlegan baráttudag verkafólks í skugga heimsfaraldurs Kórónuveirunnar illræmdu. Launafólk hefur þurft að berjast fyrir réttindum sínum og kjörum í háa herrans tíð en nú glímir það við ósýnilegan óvin, Covid-19 veiruna sem setur allt samfélagið á hliðina og heimsbyggð alla. Nú reynir á samtakamáttinn og samvinnu allra og að tryggja að öryggisnet velferðarkerfisins haldi. Heilbrigðiskerfið okkar hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn við þessar ótrúlega erfiðu aðstæður og allt það fólk sem þurft hafa að bregðast við ástandinu með auknu vinnuálagi og mikilli útsjónarsemi, allt þetta fólk á heiður skilinn. Það er ekki skrýtið að á þessum óvissutímum hrikti í ýmsum stoðum samfélagsins þegar þúsundir fólks missir vinnu sína og lifibrauð. Uppsagnir geta verið mikið áfall fyrir fólk og heimili. Við erum sterkt og sveigjanlegt samfélag þegar á reynir. Við munum vinna okkur saman í gegnum þessar fordæmalausu tíma og verðum að vernda okkar viðkvæmustu hópa og leita allra leiða til að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang þegar heimsfaraldrinum linnir. Á þessum erfiðu óvissutímum ber ríkið vissulega mikla ábyrgð á að vinna sem best úr flóknum aðstæðum sem ég tel að gert hafi verið. Sem betur fer er ríkissjóður vel staddur og í betri færum við að takast á við þetta áfall en hann var eftir hrunið sem við unnum okkur samt ótrúlega vel upp úr og þar skipti ferðaþjónustan miklu máli sem nú verður fyrir þessu mikla höggi. Fjölda aðgerða hefur verið hrint í framkvæmd eða eru í farvegi til að mæta erfiðri stöðu fjölda fólks og fyrirtækja til lengri og skemmri tíma. Þar má meðal annars nefna: ·Hlutabótaleiðina sem reynst hefur vel og verður framlengd og tryggir ráðningarsambandið. ·Laun í sóttkví og álagsgreiðslur til framlínufólks í heilbrigðisþjónustu. ·Brúarlán til stærri fyrirtækja og stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á lágum vöxtum og lokunarstyrki. ·Efling matvælaframleiðslu og stórauknir fjármunir í nýsköpun og fjárfestingar. ·Virkniúrræði á vinnumarkaði, sumarstörf fyrir námsmenn og frumkvöðlaverkefni. ·Frestun skattgreiðslna og endurgreiðsla af virðisaukaskatti af vinnu til að fjölga störfum. ·Stuðningur við viðkvæma hópa og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og aðgerðir til að vinna gegn heimilisofbeldi. ·Eingreiðsla skattlaus til öryrkja 1. júní og frístundastyrkir til barna tekjulágra fjölskyldna. ·Flýtiframkvæmdir og stóraukin innviðauppbygging um allt land. Þetta eru dæmi um margt af því sem búið er að hrinda í framkvæmd eða verður gert á næstunni. Áfram verða stjórnvöld í viðbragðsstöðu til þess að gera það sem gera þarf á þessum óvissu tímum og mikilvægt er að eiga sem best samstarf við aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélög og alla þá viðkvæmu hópa sem huga þarf að við þessar aðstæður. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að taka höndum saman, launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld og sveitarfélög og verja störfin og kjör fólks og skapa ný störf og sækja fram saman af fullum krafti. Það eru varnir, vernd og viðspyrna sem við beitum og verum bjartsýn á framtíðina það er full ástæða til þess þrátt fyrir þennan mótbyr. Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér. Þetta á vel við á baráttudegi launafólks á þessum tímum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun