Handbolti

Árni Bragi til KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Bragi tekur í spaðann á Haddi Júlíusi Stefánssyni, formanni handknattleiksdeildar KA.
Árni Bragi tekur í spaðann á Haddi Júlíusi Stefánssyni, formanni handknattleiksdeildar KA. mynd/ka

Handboltamaðurinn Árni Bragi Eyjólfsson er genginn í raðir KA og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Á síðasta tímabili lék Árni Bragi, sem er 25 ára hægri hornamaður eða skytta, með KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni.

Árni Bragi er uppalinn hjá Aftureldingu og lék með liðinu til 2018. Hann var markahæsti leikmaður Aftureldingar þrjú ár í röð (2016-18).

Árni Bragi fór með Mosfellingum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og bikarúrslit 2017.

Auk Árna Braga hefur KA fengið færeyska markvörðinn Nicholas Satchwell. Dagur Gautason er hins vegar farinn til Stjörnunnar.

KA endaði í 10. sæti Olís-deildar karla á síðasta tímabili. Næsta tímabil verður það þriðja í röð hjá liðinu í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×